Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 21.12.2008, Qupperneq 61
Auðlesið efni 61 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2008 Sá siður að borða skötu á Þorláks-messu er ættaður af Vestur-landi en hefur á síðari árum breiðst út um allt land. Magnús Ingi Magnús-son, veitinga-maður á Sjávar-- barnum við Granda-garð, ætlar að bjóða upp á skötu fram að jólum, sem hann hefur verkað sjálfur. Skatan hefur verið látin marinerast frá því í septem-ber og ætti því að vera vel kæst. Magnúsi finnst best að nota hvít-kötu og hafa hana stóra og mikla. Hann býður líka upp á tinda-bikkju fyrir þá sem vilja. Svo verður hann auð-vitað að vera með eitt-hvað mildara fyrir þá sem ekki borða skötu. Salt-fiskurinn er vin-sæll og sama er að segja um plokk-fiskinn og köldu sjávar-réttina. Einnig verður hann með djúp-steikt fisk-roð og annað spenn-andi, þannig að allir ættu að finna eitt-hvað við sitt hæfi. Skatan orðin vel kæst Morgunblaðið/Golli Ný-lega voru kynntar niður-stöður úr könnun á við-horfum félags-manna í aðildar-- samtök-um í Sam-tökum atvinnu-lífsins til þess hvort sam-tökin ættu að beita sér fyrir aðild Íslands að ESB og upp-töku evru. Í vikunni var til-kynnt að sam-tökin myndu ekki gera það. „SA verða áfram virkur þátt-takandi í Evrópu-- umræð-unni og munu gæta hags-muna allra félags-manna á grund-velli þess að skoðanir eru skiptar um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki,“ segir í til-kynningu. Á stjórnar-fundi síðasta þriðjudag var haldið áfram að hvetja til vaxta-lækkunar, meðal annars vegna lækkandi vaxta í öðrum löndum. Þór segir fundinn hafa verið góðan, þrátt fyrir ágreining aðildar-sam-taka í mál-efnum ESB. Hann hafi rætt við for-stöðu-menn margra fyrir-tækja undan-farið. Flestir vilji að um-ræðan um kosti og galla aðildar haldi áfram. ESB-aðild og upptaka evru Þór Sigfússon Ólafur Stefáns-son skrifar á næstunni undir tveggja ára samning við þýska 1. deildar liðið Rhein Neckar Löwen. Ekkert verður af því að hann gangi til liðs við danska 2. deildar liðið AG Hånd-bold. Jesper Nielsen, stjórnar-for-maður smá-salans Kasi-Group, hefur hætt við að gera AG að stórveldi í hand- knatt-leiks-heiminum. Hann ætlar að flytja til Þýska-lands, setjast í stjórn RNL og leggja tals-verða peninga með sér. Ólafur fylgir með í þeim við-skiptum. „Mér líst að sjálf-sögðu ljómandi vel á þá hug-mynd að fá Ólaf til okkar. Eigin-lega er þetta of gott til þess að vera satt. Óli er eins og allir vita frá-bær leik-maður sem myndi styrkja okkar lið mikið,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson hand-knatt-leiks-maður þegar hann var inntur eftir við- brögðum við þeim fregnum að Ólafur Stefáns-son gangi til liðs við þýska liðið fyrir tíma- bilið 2009-2010. Ólafur til Þýskalands Ólafur Stefánsson Ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannes-syni, Kristínu Jóhannes-dóttur systur hans, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og fjár-festingar-- félaginu Gaumi fyrir meiri háttar brot gegn skatta-- lögum á árunum 1998 til 2002 var birt síðasta fimmtu-dag. Jón Ásgeir og Kristín eru ásamt foreldrum sínum eigendur Gaums sem er aðal-eigandi Baugs. Ákæran er í fimm köflum sem sumir hverjir skiptast niður í nokkra liði. Mun fleiri höfðu haft stöðu sak-bornings við rann-sókn málsins. Meðal þeirra eru Stefán Hilmars-- son, Jóhannes Jóns-son, Ingi-björg Pálma-dóttir og Óskar Magnús-son. Málið verður þing-fest 20. janúar. Ný ákæra í Baugsmáli Ragnar Ísleifur Bragason var einn þeirra sem hlutu Ný-ræktar-styrk Bók-mennta-- sjóðs síðast-liðinn fimmtu-- dag. Styrknum er ætlað að styðja við út-gáfu á nýjum íslenskum skáld-verkum sem hafa tak-markaða eða litla tekju-von, en hafa ótvírætt menningar-legt gildi. Ragnar fékk styrkinn til að gefa út ljóða-bók. Út-komnar bækur sem hlutu styrk eru: Með villi-dýrum, Refur og Hálm-strá. Hlaut Ný-ræktar-styrk Bók-mennta-sjóðs Morgunblaðið/Ómar Ragnar Ísleifur Bragason segist ætla að gefa út ljóðabók á afmæli sínu 21. febrúar. Reynir Trausta-son, rit-stjóri DV, hyggst sitja áfram í rit-stjóra-stóli. Í yfir-lýsingu sem Reynir sendi frá sér síðast-liðinn mið-viku-dag, segir hann að upp-taka af einka-sam-tali sínu og Jóns Bjarka Magnús-sonar sem birt var í Kast-ljósi hafi verið gerð án sinnar vitundar. For-sagan er sú að Jón Bjarki Magnús-son, fyrr-verandi blaða-maður á DV, birti yfir-lýsingu um að birting fréttar sem hann skrifaði um Sigur-jón Þ. Árna-son, fyrrum banka-stjóra Lands-bankans, hefði verið stöðvuð af rit-stjóranum Reyni Traustasyni hinn 6. nóv-ember. Í greininni kom fram að Sigurjón væri að koma á fót ráð-gjafar-- fyrir-tæki í húsnæði Lands-- bankans og vonaðist eftir verkefnum frá bankanum. Sagði Jón Bjarki þar að Reynir hefði gefið þá skýringu að „stórir aðilar úti í bæ“ hefðu stöðvað birtingu fréttarinnar og haft í hótunum við blaðið. Reynir segir að tveggja manna trúnaðar-samtal sé ekki góð heimild. Í slíku sam-tali tali menn gjarnan opin-skátt og segi jafn-vel meira en þeir meina eða vilja sagt hafa. Starfs-menn DV funduðu um málið á þriðjudag, með og án rit-stjóranna. Valur Grettis-son blaða-- maður sagði upp störfum á DV. Hann segir að upp sé komið um-hverfi sem hann hvorki geti né vilji starfa í. Reynir áfram ritstjóri DV Reynir Traustason Jón Bjarki Magnússon Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.