Árdís - 01.01.1944, Page 5

Árdís - 01.01.1944, Page 5
Bæn móðurinnar Eftir Kristján Pálsson Ó lífsins Drottinn, lúðrar dauðans gjalla og ljósið fölva heiftar skýin grá. Eg kem sem barn, er kvöldsins skuggar falla og krýp með lotning fótskör þinni hjá. Ó gef þú Drottinn góða drengnum mínum í gleði og sorg að muna boðorð þin. Eg fel hann örugg föðurhöndum þínum unz friðardagsins sól í heiði skín. Eg þakka Drottinn, ljúfu liðnu árin er litlar hendur struku móður kinn. Eg þakka barnabrekin, fögru tárin og brosin öll sem vermdu huga minn. Eg þakka æsku og þroskadagsins hreysti og þrek sem kaus sér frelsi og manndóms leið. Eg þakka hreinan hug sem Guði treysti og hógvært táp sem engum voða kveið. Á meðan heimur harmaleikinn þreytir Ó himnafaðir veit oss styrk og þrótt og anda þann er sorg í sigur breytir og sendir ljós um dimma vökunótt. Er son og móður ytri örlög skilja hið innra þroskast máttur kærleikans. Ó gef oss náð að gánga að þínum vilja. Ó gef oss frið að vilja frelsarans. 3

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.