Árdís - 01.01.1944, Page 7

Árdís - 01.01.1944, Page 7
En kristindómurinn vekur vonir ekki aðeins urn einstaklingsfullkomn- un og þroska, heldur líka um umskapaðar og gjörbreyttar ástæður lífs- ins. Kristnir menn hafa lært að biðja “Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni”. 1 bæninni er stefnumið, sem vaka á fyrir þeim er biður. í sannri bæn tjáir sá er biður sig fúsan til að vera verkfæri í Guðs hendi til að framkvæma það, sem um er beðið. Þessi bæn er ekki takmörkuð við neitt svið lífsins, heldur áhrærir alt er lífinu tilheyrir. Það, sem farið er fram á, er að Guði megi vera eins fullkomlega hlýtt hér á jörðu eins og á himnum, að hans réttlæti megi njóta sín í einu og öllu. Þessi bæn og þær, sem henni fylgja, tapa merkingu nema þær bendi á opnar dyr til umsköpunar mannlífsins á öllum sviðum og að þetta eigi mennirnir að hafa fyrir augum og stefna að. Frá tíð spámanna Gamla Testament- isins lýsir af hugsjónum og hugboði um að þessi sundurtætti heimur mætti umskapast, að úr sverðum mætti smíðast plógjárn og sniðlar úr spjótum og réttlætið fái að njóta sín. Þetta og miklu meira hlýtur að liggja þeim á hjarta, sem hungra og þyrsta eftir réttlætinu. Vér lifum á óvissunnar tíð. Reyndar er það ætíð sannleikur að óvissan er lögmál lífsins, en ástæðurnar leggja sérstaka áherzlu á þetta fyrir oss nú. Allur heimur leikur á reiðiskjálfi örlaganna. 1 hvívetna eru umbrot fimbulafla, sem öllu stefna í voða. Óvissunni er heldur ekki lokið þegar sambandsþjóðirnar vinna sigur. Þá veitist nýtt tækifæri að byggja upp að nýju, en hlutverkið er ekki auðvelt. Það krefst allrar þeirrar vizku og viðbúnaðar, sem mennirnir geta átt yfir að ráða. Ekki getur verið um neinn sjálfsagðan sigur að ræða. En gullvægt tækifæri blasir við. Andspænis þessu stendur kristni samtíðarinnar. Hún þarf umfram alt að finna til þess að viðbúnaðar er þörf. Einstaklingum og heildum kristninnar tilheyrir stórvægilegt og þýðingarmikið hlutverk í sambandi við ástæður þær, sem eru fyrir hendi. Kirkjan, ef hún er hlutverki sínu trú, þarf að vera sem vakandi samvizka í hverju þjóðlífi. Það er uppörf- andi að vita að hún hefir í mörgu tilliti getið sér hinn bezta orðstir meðan á ófriðnum hefir staðið. Hún hefir átt mörg skærustu ljósin, sem lýst hafa á dimmri tíð. En hlutverk friðarins eru einnig mörg og vandasöm, og þörf er á kristilegum stórhug í ríkum mæli. Hvaða tillag þarf kirkjan og hennar lýður að vera tilbúin að veita mót kröfum hins komandi dags? Hlutverk kirkjunnar heldur áfram að vera eins og það ætíð hefir verið, að umskapa mannlífið með því að umskapa einstaklinga. Leið kristilegra áhrifa inn í lífið liggur gegnum þátttöku þeirra er sjálfir hafa þegið hin kristilegu verðmæti. Að vísu verður einstaklingslífið ekki hrein- ræktað fráskilið ástæðum og viðfangsefnum lífsins, en allur kristilegur þroski á rætur í lífi einstakra manna, sem þegið liafa hin lífrænu áhrif kristinnar kenningar og trúar. Það lilutverk að ala upp kristna einstak- 5

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.