Árdís - 01.01.1944, Page 10

Árdís - 01.01.1944, Page 10
skýring en ekki sem réttlæting. Kristindómur og lýðræði byggja hvort- veggja á jafnaðarhugsjón. Allir menn eru börn sama föður, allir af einum og sama ættstofni. Gildi einstaklingsins því hafið framyfir öll verðmæti lífsins. En hve mjög skortir á það að þessu sé framfylgt jafnvel þar sem lengst er komið. Það þarf bæði vilja og vizku til þess að fá bætt úr því, sem á vantar, en viljann fyrst. Engin auðveld úrlausn er framundan, en framför möguleg. Eigi Guðs vilji að verða á þessari jörð, og um það biðjum vér í hvert sinn og vér förum með Faðir vorið, þarf einlæg og einbeitt viðleitni að vera í þá átt í sambandi við öll vandamál og úrlausn- arefni lífsins. Nýlega hefir verið gerð mjög ítarleg tilraun til að varpa ljósi á eitt stór vandamál tímans, sambúð hinna hvítu og dcikku kynflokka. Sænskur fræðimaður er nefnist Gunnar Myrdal hefir fyrir tilstilli Carn- egie Foundation samið afar merkilegt ritverk í tveimur bindum er nefnist “An American Dilemma” til að glöggva þjóðina á vandamálinu og með- ferð þess. Hlutverkið er frábærilega vel af hendi leyst. í slíkum anda þarf að nálgast öll mannleg vandamál og svo með óþreytandi elju og með óbilandi trú á sigunnátt göfugrar hugsjónar að halda viðleitninni áfram. Þannig þroskast einstaklingarnir og þannig nálgast sigur. Þannig geta menn og eiga að vera samverkandi með Guði til undirbúnings bjart- ari framtíð. Endurreisn íslenzka lýðveldisins Eftir Ingibjörgu Jónsson Eins og vitað er, glataði íslenzka þjóðin sjálfstæði sínu, árið 1262, er Island, vegna vaxandi innanlands óeiningar, gekk Ilákoni Noregs- konungi á hönd. Gerði þjóðin þá þann samning við Noregskonung, er Gamli Sáttmáli hefur kallaður verið, þar sem konungur hét Islendingum því að íslenzk löggjöf skyldi vera í gildi innanlands; að embættismenn skyldu vera íslenzkir og að Noregur ábyrgðist landsmönnum flutning lífsnauðsynja til landsins, á minsta kosti sex skipum árlega. Lítið varð um efndir þessu veðvikjandi af hálfu norskra stjórnar- volda. Norðmenn, gerðust brátt sekir um magnaða ásælni á Islandi og létu kné fylgja kviði málum sínum til framgangs. Þeir þröngvuðu norskri löggjöf upp á Islendinga; þeir sendu norska harðstjóra inn í landið, er hlífðu Islendingum í engu og þeir létu þá sæta hinum verstu afarkostum um alla verzlun. 8

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.