Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 14

Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 14
vera í þessu ástandi: “Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig”. Frá himninum virðist ekkert svar. Og nú biðja einlægar, Guð-elskandi sálir, í eldflóði veraldlegu kvalanna, “Hversu lengi ó, Drottin? Hversu lengi?” “Himininn gefðu mér bergmálsins svar”, segir íslenzkt skáld. Auðvitað þrá allir svar upp á bænir sínar. Vér getum, að minsta kosti skilið, hve kanverska konan átti bágt, þegar hún fékk ekkert svar; en mér finst hún hafi verið þess fullvís að þetta var ekki endirinn. Næsti þáttur sögunnar kemur fljótt. Lærisveinarnir snéru sér til Jesú og biðja hann að finna einhver úrræði. Ekki biðja þeir hann beint að hjálpa. Þeim er ant um að losast við hana: “láttu hana fara, því hún kallar eftir oss. Þá kemur afsvar. Það er að vísu talað til lærisveinanna fremur en til konunnar; en hún heyrði það sem sagt var, og orðin voru í raun og veru henni ætluð: skýring þess að hann geti ekki hjálpað henni. “Eg er ekki sendur nema til týndra sauða af húsi Israels,” segir hann. Hún hafði í fyrstu ávarpað hann sem son Davíðs; hún vissi óefað, að nokkru leyti, um það djúp, sem staðfest var milli Gyðinga og annara, þjóða, en hún hafði sannfæringu fyrir því að hann myndi stíga yfir þetta djúp. Jesús er Frelsari allra manna. Hann sagði: “Farið og kristnið allar þjóðir. Jóhannes sagði: “sjá Guðslambið sem ber heimsins synd”, ekki aðeins einnar þjóðar, heldur alls mannkynsins. Samt er tilhögun með sáluhjálp mannanna sú, að Frelsarinn vinnur nærri alt jarðneskt starf sitt með einni þjóð. Verkið var unnið á sviði einnar þjóðar en ætlað öllum mönnum, til frelsunar. Að verða verkfæri í Drottins hendi til að afreka þetta frelsi er í raun og vera, hin heilaga köllun Gyðingaþjóðar- innar. “Af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta” var þjóðar takmarkið, sem náði fullkomnun sinni í Jesú Kristi, en þroskaleiðin er frá einni þjóð til allra þjóða. Rétt fyrir uppstigninguna sagði Jesús við lærisveina sína: “Þér munuð verða vottar mínir bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samaríu og til yztu endimarka jarðarinnar. Þetta var far- vegur fagnaðarboðskaparins; en auðvitað var þetta ekki ljóst kanversku konunni, og þessvegna voru þessi andmæli svo sár fyrir hana að heyra. Þó er aðal eldraunin eftir. Þrátt fyrir þessa erfiðleika, sem lagðir voru á leið hennar, gafst hún ekki upp. Hún kom, laut honum, og mælti: “Herra, hjálpa þú mér.” Þá er eins og konunni sé varpað út í afgrunn þar sem engin von á heima: “Það er ekki fallegt að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hvolpana.” Það er eins og sólin sé sígin til viðar og nóttin, með kulda og vonleysi, sezt að völdum. Á þessu stígi máls virðist rétt að spyrja: hversvegna allar þessar torfærur? Svarið er óyggjandi eins og jarðbundinn klettur, hreint eins og heiður himinn. Hugsaðu þér Jesús hefði læknað dótturina þegar móðirin fyrst kallaði. Það er þannig minst á mörg kraftaverk Jesú í 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.