Árdís - 01.01.1944, Page 22

Árdís - 01.01.1944, Page 22
friðarins, ekki einungis nú sem stendur, heldur einnig eftir að friðurinn kemst á, vegna þess að það verður ekki minni vandi að vinna friðinn heldur en að vinna stríðið. Það er bara ein hætta í þessu sambandi og hún er sú að konan þekki ekki sitt eigið vald, og að henni bregðist því að ná hámarkinu í áhrifum sínum. Það er því nauðsynlegt að hún læri að þekkja vald sitt og að þroska sjálfstraust sitt. Nú á þessari öld hefir verið mikil framför í þessa átt, af þeirri ástæðu að fleiri konur en nokkru sinni fyr ganga mentaveginn og taka þátt í stjórn — og öðrum þjóðmálum. Konan er sögð vera tilfinninganæmari en maðurinn, en tilfin- ningaríki er afl sem orsakar framkvæmd. Hugsunin ein er ekki nóg til þess að rétta ranglæti, það þarf tilfinninguna til þess að framkvæma. Lát því mennina hugsa út málefnið en konurnar leggja til aflið sem kemur því í framkvæmd. Það er þannig að samvinna verður að ríkja í heiminum ef alt á að fara vel. Hvað lýtur að því að vinna stríðið sjálft, þá er það margt sem konur geta gert betur en það að berjast. Þar eru mennirnir þeim yfirburða- meiri í líkamskröftum og atgervi. Það er að sönnu óbeit hjá bæði konum og mönnum á konu herdeild á vígvelli. Ástæðan fyrir þessari tilfinning er ekki einungis sú að þær séu líkamlega veiklaðri en menn, heldur sú að þeirra hlutverk sé að framleiða líf en ekki til þess að eyðileggja það. Þær eru vemdarar lífsins. En margt geta þær gert og gera til þess að hjálpa til að vinna stríðið. Þið vitið hvað það er eins vel og eg, en eg ætla að telja upp hér nokkur atríði. Þær gera léttari vinnuna í herbúnaðar og öðrum verkstæðum, þær taka pláss karlmanna má heita hvar sem er til þess að þeir séu lausir fyrir herinn, margar eru sjálfboðar í ýmsri vinnu í stríðs þarfir, og sinna því í tómstundum sínum fyrir utan heimilis- störf eða aðra atvinnu, þær gefa óspart af tíma og peningum til þess að gera hermönnunum lífið bærilegra og skemtilegra. f öllu þessu sýna þær framúrskarandi dugnað, sjálfsafneitun og hugrekki. Af öllu þessu starfi þá er heimilisstarf konunnar einna mest áríðandi. Það hefir verið svo frá því fyrsta að konan stofnaði heimilið. Já, það var konan sem fyrst stofnaði heimilið. Hún sá þörfina á heimili fyrir börnin sín á þeim tíma sem fólkið vandraði um jörðina úr einum stað í annan. Hún staðnæmdist því og maðurinn með henni. Þau stofnuðu heimili og af því leiddi byrjun á akuryrkju og búskap, á heimilisiðn og listum, en alt það var byrjun menningarinnar. Heimilið er þannig miðpunktur menningarinnar, en eiginkonan og móðirin er líf og sál heimilisins. Franskur rithöfundur skrifaði einusinni: “Guð gat ekki verið alstaðar, þessvegna skapaði hann mæðurnar.” Þær hætta lífi sínu fyrir börnin, þær fórna sínum lífskröftum fyrir þau og heimili sín. Það er þess vegna ekki hægt að búast við því að þær konur hafi lífskrafta aflögu til þess 20

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.