Árdís - 01.01.1944, Qupperneq 31
aldrei segist hún muni gleyma þeim degi. Ann Sullivan var tvítug að
aldri, fríð sýnum og gaf af sér yndisþokka. Hún tók innilega um hönd
barnsins og þó að Helen skildi ekki hugtakið “vinur” eða “kærleikur”,
þá fann hún einhverja sefandi stiauma streyma inn í sál sína.
Það er naumast hægt að gera sér í hugarlund hvernig ástatt var í
huganum sem hinn ungi kennari átti nú að fara að efla, þjálfa og hafa
áhrif á. Ekkert hugboð um nokkurn skapaðan hlut átti þar heima.
Helen vissi ekki að nokkur hlutur ætti nafn. Eitt orð mundi hún óljóst
frá, því áður en hún veiktist. Það var orðið ‘vatn’. Hún hafði haft það
upp aftur og aftnr í hinum einkennilega róm heyrnarlausra, þar til það
var orðið svo afskræmt að engin gat skilið það. Því síður vissi hún að
nokkur hugsun væri til, að hugmyndalíf gæti þróast og fylt lífið af unaði
og ást í samstarfi við meðbræðurna.
Þegar kennarinn kom, gaf hún Helen brúðu sem börnin í blindra-
skólanum höfðu sent henni. Helen hélt á brúðunni og kennarinn stafaði
í lófa hennar á blindramáli “b-r-ú-ð-a”. Svo tók hún litlu hendina á
Helenu og lét hana sjálfa stafa í hinn lófann orðið “brúða”. Helen hafði
gaman af þessum fingraleik þó hún skildi ekkert í honum. En það var
hin undursamlega þolinmæði og úrræðasemi Miss Sullivan, sem urðu til
þess, að yfirstiga mótþróaköst og vanstillingu blinda nemandans.
Einn dag eftir að verða fyrir mörgum vonbrigðum með að koma
Helenu í skilning um það að þetta sífelda fingradútl héfði sérstaka þýð-
ingu tók kennarinn litlu stúlkuna við hönd sér, leiddi hana út í sólskinið
og út að brunnhúsinu þar sem verið var að dæla upp vatni. Hún lét kalt
svalandi vatnið renna niður á hendi Helenar, og um leið stafaði hún hægt
í hinn lófa herinar “v-a-t-n”.
“Eg stóð graf kyr,” segir Helen í æfisögu sinni, “og hafði allan hug-
ann við. Alt í einu rofaði fyrir óljósri meðvitund — eins og eitthvað
gleymt væri að endurvakna í huganum, og eg fann að þetta orð v-a-t-n
varð lifandi orð sem átti við vissan hlut; og sál mín vaknaði, fjötrarnir
voru leystir af henni! Nú vaknaði í huga mér óseðjandi fróðleiksfýsn.
Eg skildi að allir hlutir áttu nafn og hver fyrir sig skapaði nýja hugsun.
Alt, alt vildi eg skilja og læra, og þekkja. Alla örðugleika skyldi eg yfir-
stíga og öllum þröskuldum hrinda úr vegi!”
1 júnílok gat Helen skrifað stutt bréf og áður enn ár var iðið var
hún farin að skrifa mjög aðlaðandi barnslegan stík Eftir það gekk henni
eins vel eða betur en ófötluðum börnum með allan lærdóm, nema ef
vera skyldi, reikning. Það var satt, sem Ann Sullivan skrifaði vinkonu
sinni, himinlifandi af gleði “að hér hefir gerst kraftaverk.”
Þegar Helen var tíu ára, frétti hún um blindan daufdumba í Noregi,
Ragnhild Kaata, sem hafði lært að tala. Nú réði hún sér ekki fyrir ákafa.
29