Árdís - 01.01.1944, Page 47

Árdís - 01.01.1944, Page 47
svignaði undir veizlukostum — allir ávalt velkomnir en sérilagi þeir sem þurftu þess með á einn eða annan hátt — öllum veitt af sömu rausn. Þegar tilfelli sorgar og ástvina missirs báru að höndum fundum við til þess að þá var hún styrkari og stærri en nokkru sinni fyr. Smávaxna þreytta móðurin og eiginkonan var því vaxin, að miðla öðrum af sínum styrk. Ofið saman við margar endurminningar um Guðrúnu sál, verður ávalt í huga mínum fagur aftan síðla sumars er við hjónin og börn okkar nutum yndislegra stunda á heimili hennar. Við vórum þá í þann vegin að flytja okkur í annað prestakall og vorum í heimboði á Vindheimum eins og oft áður. Þá hafði sjúkdómurinn sett sitt merki á útlit hennar en það var svo undur bjart yfir hugsunum og orðum — heiðríkjan og frið- urinn virtist umvefja hana, traustið og þakklætið til Guðs var svo virkilegt. Rétt þremur árum síðar var starfskonan mikla lögð þreytt til hvíldar aðeins rúmlega fimtug að aldri; sjúkdómsstríðið afstaðið, sem hún hafði borið með hinu sama trúnaðartrausti og hetjulund. Dagurinn þegar hún var lögð til hvíldar var sólskinsríkur og hlýr, hinn hressandi andvari, ilmur blóma, hásumarfegurð mintu á lyndiseinkanir og æfistarf hennar sem kvödd var. Móðir, systur, bræður og stór hópur afkomenda mistu mikið við fráfall hennar. Félagssystur hennar og vinkonur geyma sjóð fagurra minninga, heiðríkjan, ilmur blóma og hásumarfegurð umvefur þær allar. Guð blessi okkur öllum þær dýrmætu endurminningar og leiði sál hennar á hennar nýju starfssviði í æðri tilveru. Ingibjörg J. Olafsson FRtr HALLDÓRA BARDAL Fædd 1. júlí 1865 — dáin 10. október 1943. 1 byrjun september, 1887, kom eg frá Islandi til þessa lands, þá ung- lingur, aðeinn fjórtán ára að aldri. Faðir minn sendi mig til umsjár elzta bróður míns, Páls, sem ásamt konu sinni Halldóru bjó þá í Winnipeg. Var það mín fyrsta kynning af tengdasystur minni, þegar eg gjörðist meðlimur á heimili þeirra. Hjá þeim, Páli og Halldóru, dvaldi eg í fjögur ár. Margar dýnnætar endurminningar á eg frá þeirri tíð. Ávalt síðan var hún mér elskuleg systir. Á engan hátt gæti eg lýst mágkonu minni betur en gjört var í “Minn- ingar Orð”-um, sem birtust í Lögbergi, 13. apríl í vor, eftir manninn minn. Leyfi eg mér því að tilfæra hér nokkurn hluta úr þeirri ritgjörð: 45

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.