Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 47

Árdís - 01.01.1944, Blaðsíða 47
svignaði undir veizlukostum — allir ávalt velkomnir en sérilagi þeir sem þurftu þess með á einn eða annan hátt — öllum veitt af sömu rausn. Þegar tilfelli sorgar og ástvina missirs báru að höndum fundum við til þess að þá var hún styrkari og stærri en nokkru sinni fyr. Smávaxna þreytta móðurin og eiginkonan var því vaxin, að miðla öðrum af sínum styrk. Ofið saman við margar endurminningar um Guðrúnu sál, verður ávalt í huga mínum fagur aftan síðla sumars er við hjónin og börn okkar nutum yndislegra stunda á heimili hennar. Við vórum þá í þann vegin að flytja okkur í annað prestakall og vorum í heimboði á Vindheimum eins og oft áður. Þá hafði sjúkdómurinn sett sitt merki á útlit hennar en það var svo undur bjart yfir hugsunum og orðum — heiðríkjan og frið- urinn virtist umvefja hana, traustið og þakklætið til Guðs var svo virkilegt. Rétt þremur árum síðar var starfskonan mikla lögð þreytt til hvíldar aðeins rúmlega fimtug að aldri; sjúkdómsstríðið afstaðið, sem hún hafði borið með hinu sama trúnaðartrausti og hetjulund. Dagurinn þegar hún var lögð til hvíldar var sólskinsríkur og hlýr, hinn hressandi andvari, ilmur blóma, hásumarfegurð mintu á lyndiseinkanir og æfistarf hennar sem kvödd var. Móðir, systur, bræður og stór hópur afkomenda mistu mikið við fráfall hennar. Félagssystur hennar og vinkonur geyma sjóð fagurra minninga, heiðríkjan, ilmur blóma og hásumarfegurð umvefur þær allar. Guð blessi okkur öllum þær dýrmætu endurminningar og leiði sál hennar á hennar nýju starfssviði í æðri tilveru. Ingibjörg J. Olafsson FRtr HALLDÓRA BARDAL Fædd 1. júlí 1865 — dáin 10. október 1943. 1 byrjun september, 1887, kom eg frá Islandi til þessa lands, þá ung- lingur, aðeinn fjórtán ára að aldri. Faðir minn sendi mig til umsjár elzta bróður míns, Páls, sem ásamt konu sinni Halldóru bjó þá í Winnipeg. Var það mín fyrsta kynning af tengdasystur minni, þegar eg gjörðist meðlimur á heimili þeirra. Hjá þeim, Páli og Halldóru, dvaldi eg í fjögur ár. Margar dýnnætar endurminningar á eg frá þeirri tíð. Ávalt síðan var hún mér elskuleg systir. Á engan hátt gæti eg lýst mágkonu minni betur en gjört var í “Minn- ingar Orð”-um, sem birtust í Lögbergi, 13. apríl í vor, eftir manninn minn. Leyfi eg mér því að tilfæra hér nokkurn hluta úr þeirri ritgjörð: 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.