Morgunblaðið - 19.04.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
íslenskur ríkisborgari
www.okkarsjodir.is
Jóhanna, nú hefur þú tækifæri til að standa við orð þín um að
velferð aldraðra gangi fyrir. Það er líka spilling í lífeyrissjóðakerfinu,
þar þarf að taka til.
Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 20.000
manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir
eru okkar eign!
Undirskriftirnar
afhentar í
næstu viku!
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
FORSTJÓRI Norðuráls segir samþykkt Alþingis á lög-
um um heimild til að gera fjárfestingarsamning vegna
byggingar álvers í Helguvík mikilvægan áfanga. Samn-
ingurinn er ein af forsendum þess að hægt sé að fjár-
magna uppbygginguna, en hann segir að fleira þurfi að
klára. Verið sé að vinna í umhverfismati vegna stækk-
unar Reykjanesvirkjunar og flutningsmannvirkja.
Alþingi samþykkti í fyrrakvöld lög sem heimila iðn-
aðarráðherra að ganga frá fjárfestingarsamningi við
Century Aluminum og Norðurál Helguvík ehf. um bygg-
ingu álvers. Drög að samningi voru gerð í lok síðasta árs.
Þau taka meðal annars til skattamála og eru í takt við
hliðstæða samninga sem gerðir voru vegna uppbygging-
ar álveranna á Grundartanga og í Reyðarfirði.
Norðurál er í viðræðum við evrópska banka um fjár-
mögnun verkefnisins. Fram kom í viðræðum forsvars-
manna Norðuráls og iðnaðarráðuneytisins að samning-
urinn væri ein af forsendum fyrir fjármögnun. Ragnar
Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að samþykkt
laganna sé mikilvægur áfangi, sérstaklega við þær að-
stæður sem nú séu uppi á alþjóðlegum fjármálamarkaði
og vegna tortryggni sem ríki gagnvart Íslandi. Áhrifin
eru tvíþætt, að sögn Ragnars. Annars vegar felist í þessu
jákvæð skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar
veiti samningurinn ákveðna vissu fyrir því að leikreglum
verði ekki breytt verulega þegar á líður. „Þegar verið er
að horfa á svona mikla fjárfestingu vilja menn þekkja for-
sendur verkefnisins eins vel og hægt er,“ segir Ragnar.
Norðurál hefur öll leyfi fyrir byggingu og rekstri 250
þúsund tonna álvers og hóf framkvæmdir um mitt síðasta
ár. Endurskoðaðar áætlanir gera ráð fyrir verksmiðju
með allt að 360 þúsund tonna framleiðslugetu á ári sem
byggð verði í fjórum 90 þúsund tonna áföngum. Er þá
reiknað með að framleiðsla hefjist fyrir lok árs 2011.
Ragnar segir unnið samkvæmt þessari áætlun en segir
ekki hægt að tímasetja hvenær framkvæmdir fara í full-
an gang. Fyrst þurfi að ljúka undirbúningi.
Mikilvægur áfangi
Fjárfestingarsamningur er ein af forsendum fjármögnunar álvers Forstjóri
Norðuráls segir að ljúka þurfi undirbúningi áður en framkvæmdir hefjist af krafti
Í HNOTSKURN
»Verktakar vinna í róleg-heitum að byggingu fyrsta
kerskálans í Helguvík og að
hafnargerð.
»Allt að 500-700 manns fávinnu í fullbyggðu álveri.
»Reiknað er með að 800-1.200 manns vinni stöðugt
við uppbyggingu álversins til
2015 og svipaður fjöldi við
orkuöflun og tengd verkefni.
»Álverið kostar rúmlega200 milljarða króna.
Laxamýri | Vorið er í nánd en í Þingeyjarsýslu er
mikill snjór á túnum og lítið um beit enn sem kom-
ið er. Hestar eru víðast hvar á fullri gjöf, en frost
hefur verið á nóttunni undanfarið og snjórinn lítið
sigið. Þetta litla leirljósa folald í Reykjahverfi
virðist ánægt með tilveruna en það er nýfætt og
fær næga mjólk hjá hryssunni, sem trúlega er
himinsæl með afkvæmið. Fólk vonast til að sumar
og vetur frjósi saman og vorið verði gott.
Himinsæl með leirljósa afkvæmið
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
KAUPFÉLAG Skagfirðinga verður 120 ára sumardag-
inn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl næstkomandi. Í tilefni
dagsins býður félagið öllum héraðsbúum og fleiri gestum
til veislu. Félagið fagnar fleira en afmælinu þennan dag,
því nýtt verkstæðishús verður tekið í notkun.
Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í
gær. Þar kom fram að heildartekjur félagsins á árinu
2008 voru tæplega 19 milljarðar króna. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði var rúmlega 3,1 milljarður
króna. Hagnaður fyrir gengisbreytingu erlendra lána var
tæpir 2 milljarðar króna en tap eftir reiknaða gengis-
breytingu erlendra lána og skatta var 2,9 milljarðar
króna.
Starfsmenn Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga
eru um 600 talsins. Stærstu dótturfélögin eru FISK Sea-
food og Vörumiðlun, sem KS á bæði að fullu, Fóður-
blandan, sem KS á 70% hlut í og Sláturhús KVH ehf. á
Hvammstanga, sem KS á helmingshlut í.
Afmælisveislan verður haldin í nýju 3.300 fermetra
verkstæðishúsnæði félagsins á Eyrinni á Sauðárkróki.
Húsið verður formlega tekið í notkun við þetta tækifæri
og sýnt gestum. Á dagskrá verður ýmislegt til hátíða-
brigða, meðal annars tónlistarflutningur á skagfirska
vísu. sisi@mbl.is
Öllum Skagfirðingum
er boðið í afmælisveislu
Morgunblaðið/Einar Falur
Veisluhöld Íbúum Sauðárkróks er boðið til veislu.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem at-
kvæðatafla Alþingis lítur svona út.
Eins og sjá má á línunni lengst til
hægri höfðu ráðherrarnir gerólíka
afstöðu til stjórnarfrumvarps. Ráð-
herrar Samfylkingarinnar sögðu já
(grænt) en ráðherrar Vinstri
grænna nei (rautt).
Ríkisstjórnin klofnaði í afstöðu
sinni þegar Alþingi samþykkti í að
veita iðnaðarráðherra heimild til að
gera fjárfestingarsamning fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar um álver í
Helguvík. Samkvæmt upplýsingum
sem blaðið hefur aflað sér er það
ekki einsdæmi að ráðherrar greiði
atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi.
sisi@mbl.is
Grænt og
rautt í ráð-
herraröð
Morgunblaðið/Golli
Taflan Já og nei og svartur þýðir að
ekki hefur verið greitt atkvæði.
LÖGREGLAN á Suðurnesjum
stöðvaði í fyrrinótt tvo ökumenn
fólksbifreiða sem voru grunaðir um
akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá
fyrri er grunaður um akstur undir
áhrifum kannabisefna en farþegi í
þeirri bifreið losaði sig við hvítt efni,
sem talið er vera amfetamín, á gólf
bílsins þegar hann varð var við lög-
reglu. Seinni ökumaðurinn er grun-
aður um akstur undir áhrifum am-
fetamíns. Hann var réttindalaus og
hafði áður verið sviptur ökurétt-
indum. Þá var 17 ára ökumaður
stöðvaður í Keflavík, grunaður um
akstur undir áhrifum áfengis. Sá
hafði ekki öðlast ökuréttindi.
Óku undir
áhrifum