Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 19.04.2009, Síða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is E kki er langt síðan falli talibanastjórnarinnar í Afganistan var fagnað víða um heim. Talib- anar höfðu haldið Afg- önum í greipum ógnar og ofstækis, sem sérstaklega beindist gegn kon- um, en þeir misstu fljótt völdin eftir að George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réðst inn í landið. Boðaðir voru tímar uppbyggingar og lýðræðis. Nú skyldu konur geta um frjálst höfuð strokið, gengið mennta- veginn og fengið langþráð frelsi. Ekki er langt síðan við blasti að kona yrði á ný forseti Pakistans. Sú sýn var úti þegar Benazir Bhutto var myrt í tilræði skömmu eftir að hún sneri aftur til Pakistans úr sjálfskip- aðri útlegð. Nú eru talibanar í sókn í báðum þessum löndum. Fyrir viku réðust fjórir talibanar á Sitara Achikzai, þýsk-afganska konu, sem barist hef- ur fyrir réttindum kvenna í Afganist- an, fyrir utan heimili hennar í borg- inni Kandahar og myrtu hana. Iðulega er veist að stúlkum, sem ganga í skóla, og eru mörg dæmi þess að sýru hafi verið skvett á skólastúlk- ur. Nýlega undirritaði Hamid Karzai, forseti Afganistans, lög sem aðeins taka til minnihluta sjíta og leyfa í raun nauðgun í hjónabandi, kveða á um að giftar konur þurfi leyfi eig- inmanna sinna til að vinna utan heim- ilis eða sækja skóla og banna konum að neita að „hafa sig til“ fari eig- inmenn þeirra fram á það. Sjítar eru um 20% Afgana og sættu grimmileg- Konur í skugga öfga  Konur í Afganistan og Pakistan eiga undir högg að sækja  Réttindi afganskra kvenna hafa verið skert með lögum og íslamskur réttur innleiddur í hluta Pakistans Sharia merkir bókstaflega stígurinn sem liggur að vatnsbólinu. Sharia er hið íslamska réttarkerfi og var farið að styðjast við það kerfisbundið á átt- undu og níundu öld eftir Krist eða annarri og þriðju öld samkvæmt tíma- tali múslíma. Sharia á að leiðbeina múslímum um það hvernig þeir eigi að lifa lífi sínu í samræmi við trú sína í þessu lífi og öðlast vegsemd í öðru lífi. Öndvert við vestræna lagahefð snýst sharia ekki aðeins um samskipti ríkisins við borgarana og samskipti manna í millum heldur einnig siðferði einstaklingsins og breytni. Sharia byggist á guðlegum vilja, sem komið var á framfæri við spá- manninn Múhameð. Eftir andlát hans 632 rofnuðu samskiptin við almættið og lögin hafa síðan þá verið óumbreyt- anleg, sem skapar vandamál eftir því sem samfélög breytast og þróast. Í Tyrklandi sáu menn árið 1926 ekki annan kost en að snúa baki við sharia, en í öðrum múslímaríkjum hefur verið reynt að miðla málum og koma til móts við kröfur samtímans án þess að það stríði gegn grundvallarreglum sharia. ÍSLAMSKUR RÉTTUR Bókstafstrúarmenn ráða nú yfir Norður- og Suður Waz- íristan á hinu svokallaða þjóðflokkasvæði í Pakistan og sömuleiðis Norðvesturhéruðunum. Í rúmt ár hafa talib- anar á þessum slóðum barist við pakistanska herinn og haft betur. Um 3.000 vígamönnum hefur tekist að halda 12.000 stjórnarhermönnum í skefjum. Nú hafa stjórnvöld séð sitt óvænna og m.a. samþykkt með lagasetningu að íslamskur réttur gildi á yfirráðasvæði talibana. Stjórnvöld vonast til að þetta verði til að átökum linni. Ástæða er til að ætla að samkomulagið muni enn veikja stjórn Pakistans og bókstafstrúarmenn hyggi á frekari landvinninga og hafi nú augastað á Punjab. Talibanar hafa náð völdum í krafti ógnar, andstæðingar þeirra eru hýddir, þeir hika ekki við að hálshöggva þá, sem standa uppi í hárinu á þeim, og skóla jafna þeir við jörðu. Fjöldi fólks hefur flúið undan talibönunum, ekki síst kjörn- ir leiðtogar og embættismenn. Swat-dalur, þar sem íslamskur réttur hefur í raun verið við lýði síðan fyrr á árinu, er ekki nema einnar klukku- stundar akstur frá höfuðborginni, Islamabad. Þegar talib- anar og pakistanski herinn gerðu vopnahlé í febrúar var ekkert kveðið á um almenn réttindi á borð við rétt stúlkna til skólagöngu. Tónlist hefur verið bönnuð og loka á versl- unum þegar kallað er til bænahalds. Til marks um and- rúmsloft ógnarinnar er að á útvarpsstöð einni í Swat var lesið upp á hverju kvöldi hverja ætti að hálshöggva næst. Talibanar kúga, yfirvöld láta undan                                                  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.