Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009 um ofsóknum í valdatíð talibana. „Hypjið ykkur, hórurnar ykkar“ Þegar um 300 konur sýndu það hugrekki að mótmæla setningu lag- anna í Kabúl um miðja liðna viku mætti þeim þrefalt stærri hópur, sem jós yfir þær formælingum á borð við „Hypjið ykkur, hórurnar ykkar“, hrækti á þær og grýtti. „Ef karlmaður vill kynmök getum við ekki neitað,“ var haft eftir Fatimu Husseini, sem var meðal kvennanna í mótmælagöngunni. „Það þýðir að konur eru eins konar eign, sem karl- ar geta notað eins og þeim sýnist.“ Á mánudag undirritaði Azif Ali Zardari, forseti Pakistans og ekkill Bhutto, lög um innleiðingu íslamsks réttar, sharía, í Swat-dal, sem er í héruðunum, sem liggja að landamær- um Afganistans. Undirritun laganna var reyndar aðeins staðfesting á orðnum hlut. Því bar vitni mynd- skeið, sem barst til fjölmiðla í byrjun mánaðar og sýndi hvar ung stúlka á táningsaldri var hýdd á almannafæri. Ekki er vitað fyrir víst hvað stúlkan átti að hafa til saka unnið, en hermt er að hún hafi hafnað bónorði víga- manns úr röðum talibana og hann hafi vænt hana um siðleysi. Á öðru myndskeiði, sem sýnt hefur verið í fjölmiðlum, sést hvar maður er hýdd- ur opinberlega vegna samkyn- hneigðar. Bókstafstrúarmenn í Pakistan fara fram í krafti ógnar, en þeir hafa einn- ig nýtt sér gjánna milli yfir og und- irstétta í landinu til að ala á óeiningu. Í Pakistan hefur í raun ríkt léns- skipulag til sveita og nú hrekja talib- anar burt þá sem ráðið hafa landinu, iðulega í krafti spillingar, og veifa góssinu sem eftir verður framan í bændur um leið og þeir gera þá að liðsmönnum sínum. Fréttaskýrendur telja að þessi aðferð gæti jafnvel orð- ið til þess að valdastétt landsins verði sópað burt. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt lagasetninguna í Pakistan og segja að hún verði vatn á myllu talibana og hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, sem hafa átt griðastað í norðvest- urhéruðum Pakistans. Verði sókninni á hendur talibönum í Pakistan hætt muni þeir fá næði til að veita talib- önum í Afganistan liðsinni einmitt þegar Barack Obama Bandaríkja- forseti hyggst senda 17 þúsund manna liðsauka þangað til að efla sóknina gegn þeim. Meira að segja er hermt að talib- anar í Afganistan hafi sent samn- ingamenn til Pakistans ekki alls fyrir löngu til þess að falast eftir stuðningi þeirra og aðstoð í baráttunni gegn stjórn landsins og herliðinu, sem er í Afganistan undir merkjum Atlants- hafsbandalagsins. Obama ætlar hins vegar ekki að- eins að beita valdi í Afganistan, held- ur hyggst einnig freista þess að ná til hófsamra talibana og reyna að kljúfa þá frá harðlínumönnum, sem styðja al-Qaeda. Spurningin er hins vegar hvort Bandaríkjamenn eru þar með tilbúnir að kyngja því réttarfari, sem talibanar vilja koma á. Sú niðurstaða væri ekki beinlínis í anda þeirra markmiða, sem lýst var yfir þegar ráðist var inn í Afganistan og stjórn talibana steypt af stóli. Reuters Mótmæli Konur úr röðum sjíta mótmæltu á miðvikudag í Kabúl svokölluðum fjölskyldulögum, sem skerða frelsi þeirra og meina þeim meðal annars að neita eiginmönn- um sínum um kynlíf. TENGLAR .............................................. http://blogs.channel4.com/ snowblog/2009/04/03/pakistan- tracing-the-flogging-footage/ Nicholas Kristoff, dálkahöfundur The New York Times, skrifaði um mótmæli kvenna í Kabúl á miðvikudag: „Ég dáist verulega að hugrekki þessara kvenna, en ég hef áhyggjur af bakslagi. Afganar eru mjög þjóðernissinnaðir og konurnar eru í dag úthrópaðar sem peð krist- inna manna og útlendinga. Munum að í fyrra Flóastríði 1991 mótmæltu konur í Sádi-Arabíu og kröfðust þess að fá að keyra bíl og mótmælin vöktu gríðarlega athygli. Þegar upp var staðið ollu þau hins vegar körlunum slíkri reiði og ótta að baráttan fyrir réttindum kvenna í Sádi-Arabíu tafð- ist. Ég vona að það gerist ekki hér vegna þess að Afganistan mun ekki geta þróast efnahagslega og náð stöðugleika á meðan stúlkum er haldið heima og konum að mestu haldið utan vinnuaflsins.“ AÐDÁUNARVERT HUGREKKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.