Morgunblaðið - 19.04.2009, Page 49
Minningar 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2009
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRHALLUR ÞORLÁKSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
21. apríl kl. 15.00.
Guðríður I. Einarsdóttir,
Örn Þórhallsson, Erla Magnúsdóttir,
Þórunn Þórhallsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson,
Sigríður Þórhallsdóttir, Kristján Árnason,
Einar Þór Þórhallsson, Andrea Rafnar,
Hörn Harðardóttir, Matthías Jakobsson
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi
GUNNAR GUÐJÓNSSON
frá Hofstöðum,
andaðist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi fimmtu-
daginn 16. apríl.
Útförin fer fram í Stykkishólmskirkju laugardaginn
25. apríl klukkan 14.00.
Laufey Guðmundsdóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir, Jón Ásgeirsson,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Jón Guðmundsson,
Guðmundur Gunnarsson, Erla Þórðardóttir,
Jónína Gunnarsdóttir, Benedikt Benediktsson.
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför elskulegs föður okkar, fóstur-
föður, tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS SIGBJÖRNSSONAR,
Melgerði 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Karitas heima-
þjónustu, starfsfólki deildar 11E á Land-
spítalanum og deildar L5 á Landakoti fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Ingi Kr. Stefánsson, Valgerður J. Gunnarsdóttir,
Guðrún F. Stefánsdóttir, Bragi Einarsson,
Jóhann Óli Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÁSBJÖRNS BJÖRNSSONAR,
fyrrv. forstjóra
Kirkjugarða Reykjavíkur,
Hæðargarði 29,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Bjarney Sigurðardóttir,
Rannveig J. Ásbjörnsdóttir, Stefán Carlsson,
Björn E. Ásbjörnsson, Valgerður Sveinsdóttir,
Fanney B. Ásbjörnsdóttir, Tómas Jóhannesson,
Ester Ásbjörnsdóttir, Einar Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og útför
GUÐMUNDAR MATTHÍASSONAR,
fyrrv. framkvæmdastjóra,
Dalbraut 14,
Reykjavík,
Sérstakar þakkir til indæls hjúkrunarfólks á deild
L4 Landspítala Landakoti.
Guð blessi ykkur öll.
Ásta Hannesdóttir og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BORGHILDAR G. GUÐMUNDSDÓTTUR
FRÁ HARÐBAK Á SLÉTTU,
DALBRAUT 20
REYKJAVÍK.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala Fossvogi, deild 4 B, fyrir
elskulegheit í hennar garð.
Hildur Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
Árni Stefán Jónsson, Helga Ingibergsdóttir,
Jakobína Jónsdóttir,
Maria Hedin Jonsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og
hlýhug vegna andláts og útfarar elsku föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR ÓLAFS FINNBJÖRNSSONAR,
Bugðulæk 18,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki B-4
Landspítalanum í Fossvogi fyrir kærleiksríka
umönnun.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Haukur Garðarsson,
Laufey Guðmundsdóttir, Gylfi Georgsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Brynjólfur N. Jónsson,
Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Einar Einarsson,
afabörn og langafabarn.
Mig langar hér með
nokkrum orðum að
minnast Bjargar frænku minnar.
Fyrsta minning mín um Björgu er
úr eldhúsinu í gamla húsinu á Með-
alfelli þar sem hún stóð við eldhús-
bekkinn og leitaði að súkkulaði í
skúffunum hjá sér til þess að gefa
okkur systrunum þremur en við sát-
um við eldhúsborðið hjá henni ásamt
pabba. Það var ekkert súkkulaði til,
aðrir gestir höfðu klárað það og ekki
í fyrsta skipti sem það gerðist sagði
Björg og hló. Þannig var Björg alltaf
hress og kát og var ekki að mæða sig
á hlutunum heldur tók þeim eins og
þeir voru og gerði það besta úr þeim.
Björg kom mjög oft í Akurnes
enda stutt að fara og góð tengsl
mynduðust á milli okkar systkin-
anna og hennar. Hún var vinnusöm,
alltaf boðin og búin að hjálpa til við
þau verk sem verið var að sinna
hverju sinni þegar hún kom. Nutum
við systkinin þar krafta hennar, því
oft á tíðum varð þetta til að létta
Björg Jónsdóttir
✝ Björg Jónsdóttirfæddist á Rauða-
bergi á Mýrum þann
14. september 1922.
Hún lést á hjúkr-
unardeild Heilbrigð-
isstofnunar Suðaust-
urlands, Hornafirði,
þann 8. apríl sl.
Útför Bjargar fór
fram í Bjarna-
neskirkju 17. apríl sl.
okkur störfin, ekki þó
þannig að hún ynni
fyrir okkur heldur
með okkur og sagði þá
gjarnan sögu frá lið-
inni tíð bæði af fólki og
atburðum okkur til
fróðleiks og skemmt-
unar. Hún hafði mik-
inn orðaforða og við
lærðum af henni mörg
skemmtileg orð. Alltaf
virðist hafa verið líf og
fjör þar sem Björg var
stödd. Þessar heim-
sóknir urðu stundum
langar og þá kom fyrir að hún gisti í
Akurnesi. Björg var lág vexti og það
þótti mikill sigur á vaxtarskeiði okk-
ar systkinanna þegar við höfðum náð
hæð hennar og hún alltaf tilbúin að
mæla bæði hæð og handarstærð því
hún var handstór kona og þar hafði
Björg alltaf vinninginn.
Þrátt fyrir að Björg hafi mætt
ýmsum erfiðleikum á lífsleiðinni og
ekki alltaf haft úr miklu að spila var
hún mjög jákvæð og lífsglöð mann-
eskja og var iðin við að sækja ýmsa
mannfagnaði, hún var alltaf í góðu
sambandi við fjölskyldu sína, syst-
kinin öll, vini og venslafólk. Hún var
dugleg við að fara í heimsóknir og lét
ekki hamla sér að hún hafði ekki bíl-
próf hún gekk það sem hún þurfti að
fara, hún fór á puttanum og þáði far
ef henni var boðið. Í þessum ferðum
setti hún hvorki veður né færð fyrir
sig enda kom fyrir að hún yrði veð-
urteppt. Mér verður oft hugsað til
Bjargar, t.d. í sláturgerð á haustin.
Hún var fastagestur í hádeginu á að-
fangadag og þá búin að fara í kirkju-
garðinn. Einnig á vorin þegar verið
er að ferma því Björgu var víða boð-
ið í veislur og hún gerði jafnt við alla
og vílaði ekki fyrir sér að fara í
margar veislur sama daginn og ég
minnist þess að þegar ég fermdist þá
kom Björg á miðnætti enda búin að
heimsækja mörg fermingarbörn
þann daginn. Við biðum eftir henni
því við vissum að hún kæmi sem og
hún gerði.
Þær eru margar minningarnar
um hana Björgu sem koma upp í
hugann en að lokum vil ég segja
þetta og tala þá fyrir hönd systkina
minna líka: Elsku Björg, takk fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um með þér, minningarnar um þær
geymum við með okkur. Guð geymi
þig.
Nanna Dóra Ragnarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför
hefur farið fram, eftir tiltekinn skila-
frests eða ef útförin hefur verið gerð
í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip
með þeim greinum verður birt í
blaðinu og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Engin lengdar-
mörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á netfangið
minning@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar