Saga


Saga - 1951, Side 3

Saga - 1951, Side 3
Hjúskapur Þorvalds Gizurarsonar og Jóru Klængsdóttur. Þorgils Oddason á Staðarhóli (d. 1150) var einn mesti höfðingi á íslandi um sína daga. Eitt barna hans var dóttir, að nafni Yngvildur. Hennar hafði fengið maður sá, er Halldór hét Bergsson.1) Yngvildur er orðin ekkja 1157 og á um þær mundir dóttur ónafngreinda með Þorvarði Þorgeirssyni, föðurbróður Guðmundar Arasonar biskups, og fékk hennar Hjálmur Ásbjarnarson á Breiðabólstað í Vesturhópi.2) Voru þau Yngvildur og Þorvarður réttir þrí- menningar, þannig: Ari Þorgilsson I Einar Hallbera ^ ÞorvarSur. á Reykhólum | Hallbera Þorgils Yngvildur. Samfarir þeirra Þorvarðs og Yngvildar voru því frændsemispell ið meira, er varðaði skóg- gang.3) En leyfi gat lögrétta veitt til eftir- Sjafar sakar að einhverju leyti eða öllu eftir beiðni biskups.4) En áður hefur Yngvildur átt dóttur með Klængi Þorsteinssyni, sem bæði Var þrímenningur hennar og Þorvarðs Þor- !) Sturl. (Rvík 1946) I. 63. 2) Sturl. I. 72—73, 117. 3) Grágás I b 59—60, 236, II. 190—191, 457—458. 4) Grágás I b 59, II. 181. saga.12

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.