Saga - 1951, Page 5
179
ingar hafa ekki getað grafið það upp, hvernig
þau hafi verið skyld eða rnægð. Fimmmenn-
ingsmægðir og fimmmenningsfrændsemi með
brúðhjónaefnum hefur þá verið hjúskapar-
tálmi.1) Guðsifjum er hér naumast til að dreifa.
Hvorugt þeirra hefur skírt annars barn né
haldið hinu undir skírn eða fermingu eða barni
þess.2) Ekki getur vafi leikið á því, að brúð-
kaup þeirra Þorvalds og Jóru hafi fram farið
samkvæmt þeim lögum, sem þá gengu í landi
hér. Kröfum kirkjulaga, eins og þau hafa þá
verið framkvæmd hér, og landslaga hefur
áreiðanlega verið fullnægt. Löglegt hjónaband
hefur því verið stofnað, eftir því sem aðiljar
bezt vissu. Slíkir menn áttu þar hlut að máli
(meðal annarra Gizur lögsögumaður Hallsson,
faðir brúðguma), að ekki er ráð fyrir öðru
gerandi. Þeir hafa því fráleitt þá vitað mein-
bugi á hjónabandinu. Þeir hljóta að hafa komið
upp á eftir, af þeir hafa nokkrir verið.
Nú segir sagan, að Þorvaldur Gizurarson
hafi farið utan „nökkurru síðar“ en hann fékk
Jóru, og hafi erkibiskup leyft, „at þau skyldu
ásamt vera tíu vetr þaðan frá. En at liönum
tíu vetrum, skyldu þau skilja, hvárt er þeim
væri þat blitt eða strítt“. Hafi Þorvaldur játað
þessu, enda þótt þau Jóra ynnust allmikið.3)
Sögn þessi er í íslendingasögu Sturlu lögmanns
Þórðarsonar, virðist vera skotið þar inn af
safnanda Sturlungasafnsins, enda á hún þang-
að ekkert erindi, og er í raun réttri ofauk-
1) Grágás I b 31, II. 157.
2) Sbr. Grágás I b 31, II. 157—158.
3) Sturl. I. 230.