Saga


Saga - 1951, Side 6

Saga - 1951, Side 6
180 ið.1) Á öðrum stað („Haukdælaþætti“ Sturlungu- safnsins) er einnig vikið að þessu, þar sem segir frá samtali Þingvallarsystra um manns- efni þeirra, sem síðar verður getið. Þar segir, að þá (þ. e. þegar samtal systranna á að hafa farið fram) hafi verið „liðnir þeir tíu vetr, er Guttormur erkibiskup hafði leyft þeim Þor- valdi og Jóru ásamt at vera“.2) Einnig þessi sögn stafar frá safnanda Sturlungu. Það hefur gerzt nálægt 1300, hefur það verk unnið ein- hver sona Narfa prests Snorrasonar á Kol- beinsstöðum, líklega Þórður lögmaður Narfa- son á Skarði í Dalasýslu (d. 1308). Sögn þessi er þá skráð meira en 100 árum eftir að Þor- valdur Gizurarson fékk Jóru Klængsdóttur. Þeir Narfasynir voru komnir í þriðja lið frá Þorvaldi og Þóru Guðmundsdóttur, síðari konu hans (Þorvaldur r-> Halldóra —-Valgerður Ket- ilsdóttir Narfasynir). Mun nú einhverjum þykja heimildin dágóð, með því að safnandi Sturlungu hafi sögnina um rnóður sína og móðurmóður frá langafa sínum og langömmu sinni. En athuga má ofurlítið nokkrar þær sagnir, sem safnandi Sturlungu hefur skráð varðandi Þorvald Gizurarson og Þóru Guðmundardóttur, langafa sinn og langömmu sína. Mun þá koma í ljós, að sumar þeirra eru að minnsta kosti marklitlar. 1 „Haukdælaþættinum“ segir, eins og sagt var, að Guttormur erkibiskup hafi veitt Þor- 1) Sbr. Safn. III. 308—310 (Björn M. Ólsen), VI. 30—31 (Pétur Sigurðsson). 2) Sturl. I. 62.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.