Saga


Saga - 1951, Page 15

Saga - 1951, Page 15
189 tekinn tíma. Það hefði verið algerlega andstætt skoðun kirkjuvaldsins á hjónabandinu, sem er eitt inna sjö sakramenta rómversku kirkjunn- ar, og andstætt lögum kirkjunnar. Sögnin um tíu vetra samvistaleyfi erkibiskups hlýtur því að vera alger markleysa. Hún er fræðileg og lagaleg fjarstæða. Slíkt leyfi hefur því aldrei verið veitt. Því kynni þó að vera varpað fram, að erki- biskup kynni að hafa séð aumur á þeim Þor- valdi og Jóru þannig, að þau þyrftu ekki að skiljast. enda þótt hjónaband þeirra mætti ekki standa samkvæmt lögum kirkjunnar, með öðrum orðum, að þau mættu samt halda áfram að búa saman. Slíkt hefði verið sama sem að leyfa þeim frilhilífi í meinum sem bæði var gersamlega andstætt lögum kirkjunnar og leyfi til þess hefði því verið alógilt, enda hefði slík sambúð einnig varðað fjörbaugsgarð að lands- lögum. Sögnin um meinbugi á hjónabandi Þorvalds Gizurarsonar og Jóru Klængsdóttur virðist samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, vera hrein markleysa. Allt virðist afsanna hana, en ekkert styðja. Þó er ekki sýnilegt, að Sturl- ungukönnuðir vorir hafi látið í ljós mikinn efa um sannindi hennar. Hins vegar virðast þeir trúa æfintýrinu um þær Þingvallarsystur, sem áður er greint, þó að það sé vafalítið einnig markleysa að öllu eða mestu. Sögnina ttm „barnakynningu“ Þorvalds fyrir Sighvati hafa þeir ekki getað komizt hjá að rengja, og þá skekkju, að Guttormur erkibiskup hafi veitt ið einstæða samvistaleyfi. Einar Arnórsson.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.