Saga - 1951, Síða 17
191
1703 var gefið út, en fyrri tíma ættfræðingum
var vorkunn, að þeim tækist það ekki, með því
að þessar sjaldgæfu tilviljanir urðu til þess
að rugla þá:
Á síðari hluta 17. aldar eru tveir lögréttu-
menn alnafnar úr Hegranesþingi, sem heita
Þorsteinn Steingrímsson, sjaldgæfu nafni, og
hugðu menn hafa verið einn mann. Sonur
annars átti systur hins. Sonur þeirra hjóna
var Ólafur bryti á Hólum, sem menn vissu að
var náskyldur Steini biskupi Jónssyni, en þess-
ir menn voru þeir, er einna mest bar á í ætt-
inni. Mæður brytans og biskups voru báðar
Steingrímsdætur og Þorsteinn lögréttumaður
Steingrímsson var móðurbróðir beggja. Hafa
menn þá gengið að því vísu, að þeir væru
systrasynir.
Um ætt Steingríms hins fyrra.
1 líkpredikun, er sira Jón Þorleifsson dóm-
kirkjuprestur á Hólum hélt við greptran Steins
biskups, segir, að móðir biskups hafi verið
Guðrún Steingrímsdóttir, en móðurmóðir hans
hafi verið Guðlaug Þorsteinsdóttir, sem átti
Gunnlaug Erlendsson „góðfrægan mann að
vitsmunum og velgengni“. Ekki er hér getið
Steingríms, afa biskups, sem hefur verið fyrri
maður Guðlaugar, og er það nokkuð furðulegt.
Líklegast er, að hann hafi ekki orðið gamall
maður og hjónaband Guðlaugar og Gunnlaugs
hafi orðið lengra en hennar og Steingríms.
Þó er enginn vafi á því, að þau hafa verið
gift og átt saman a. m. k. 5 börn. I ómaga-
dómi dæmdum á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð