Saga


Saga - 1951, Page 18

Saga - 1951, Page 18
192 8. febrúar 16781) er dæmt um framfæri Arn- bjargar Vigfúsdóttur, sem var bjargþrota á Blönduhlíðarhreppi. Hún hafði. 30. nóv. 1676, verið dæmd á framfæri bræðranna Þorsteins, Odda, Gríms og Sigfúsar Steingrímssona, en þeir höfðu veitt ómaganum frágöngu. Sá dóm- ur er nú ekki lengur til, en hann hefði sjálf- sagt veitt mikilsverða vitneskju um ætt þeirra bræðra, sem eru engir aðrir en móðurbræður Steins biskups. Síðari dómurinn er þó betri en enginn og veitir nokkrar leiðbeiningar um ætt þeirra. Þess er þar getið, að Arnbjörg hafi, að bræðrunum frágengnum, verið dæmd á Þuríði Hauksdóttur, konu Einars bónda í Ásgeirs- brekku Bjarnasonar. Einar Bjarnason bar það fyrir réttinum, að Einar Sturlason væri jafn konu sinni að skyldleika við ómagann, af karl- manni kominn, en kona sín af kvenmanni, og því væri Einari skyldara að framfæra ómag- ann en henni. Ætt ómagans og Einars er rakin á þenna hátt í dómnum: Bjarni Sturla Arnbjörg Yigfús- dóttir, ómaginn. Einar Dómurinn telur Einar Sturluson búsettan utan sýslu, og nú dylst það ekki, að hér er um að ræða Einar lögréttumann í Húnavatnsþingi 1) Dómabækur Hegranessþings 1673—1680, bls. 185 —187.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.