Saga


Saga - 1951, Side 31

Saga - 1951, Side 31
205 grímur skáld í Höfða á Höfðaströnd Magnús- son og er rétt hugsanlegt, með hliðsjón af föðurnöfnum feðra þeirra, sem Steingrími eru eignaðir, að Guðmundur faðir hans hafi verið bróðir Ásgríms. Tengdir urðu nokkrar með bróðurbömum Ásgríms og afkvæmi Jóns pr. á Siglunesi Guðmundssonar. 24. nóv. 1675 á Syðri-Ökrum í Blönduhlíð er tekið fyrir rétt mál Jóns ráðsmanns á Hólum og lögréttum. Þorsteinssonar og Þorsteins bónda á Sólheimum í Blönduhlíð Bjarnasonar, sem áður hafði búið í Syðra-Vallholti (Dómabók Hegra- nesþ. 1673—1680). Af dómi í máli þessu sést, að Þorsteinn þessi var sonur Bjama yngra lög- réttumanns í Hegranesþingi Hrólfssonar lög- réttum. s. st. Bjarnasonar. Vottar að stefn- unni á hendur Þorsteini voru Steingrímur Guðmundsson, Finnbogi Einarsson og Helgi Sigmundsson. Fyrir réttinum er því barið við, að Steingrímur og Helgi séu í þremennings- frændsemi við konu Jóns ráðsmanns og viður- kenna dómendur og sýslumaður þetta rétt og og vísa málinu frá réttinum á þeim forsend- ttm, að Steingrímur og Helgi séu of námægðir Jóni ráðsmanni til að stefnuvætti þeirra sé lög- legt, en þá sé einungis einn vottur löglegur og slíkt nægi eigi til að votta stefnuna. Þegar þetta gerðist, var Jón ráðsmaður kvæntur fyrri konu sinni, Ingibjörgu, dóttur Sigurðar sýslu- manns Hrólfssonar lögréttum. Bjarnasonar og k. h. Guðrúnar Sæmundardóttur pr. í Glaumbæ Kárssonar. Ingibjörg og Þorsteinn Bjarnason voru því bræðrabörn og ef Steingrímur var skyldur Ingibjörgu í föðurætt hennar var hann jafnskyldur hinum stefnda og mundi þá

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.