Saga - 1951, Side 32
206
ekki hafa verið löggalli á stefnuvætti hans.
Það sést, að þetta hafa dómendur haft í huga
og hefur ekki farið fram hjá þeim, með því
að neðan við dóminn í dómabókinni er vitnað
í lagaákvæði Jónsbókar um þetta atriði og það
beinlínis skrifað upp þar. Móðurmóðir Ingi-
bjargar var Ragnheiður Sigurðardóttir klaust-
urhaldara á Reynistað Jónssonar Irm. á Sval-
varði Magnússonar. Afkvæmi systkina hennar
mun allt vera svo kunnugt, að fullyrða megi,
að Steingrímur sé ekki meðal þess.
Þá verður ekki annað rökrétt ályktað, en að
Steingrímur hafi verið kominn af einhverju
systkina sira Sæmundar Kárssonar og þá þre-
menningur við konu sína, sem var sonardóttir
Margrétar systur sira Sæmundar, svo sem
síðar segir. Hlýtur þá móðurmóðir, föðurmóðir
eða föðurfaðir Steingríms að hafa verið syst-
kin sira Sæmundar, og er ekkert vitanlegt, sem
mælir gegn því annað en frændsemi þeirra
hjónanna, en til hjúskapar í þremennings-
frændsemi þurfti þá konungsleyfi. Slík leyfi
fengust þá ætíð, og er ekki að marka, þótt nú
finnist ekki gögn um leyfi til hjúskapar Stein-
gríms og Sólveigar konu hans.
Freisting væri að ætla, að dómurinn víki að
frændsemi Ingibjargar Sigurðardóttur og Sól-
veigar Kársdóttur konu Steingríms, en hún er
kunn úr ættatölum. Mægðir höfðu sama gildi
samkvæmt Jónsbók sem frændsemi í þessu
efni. En þegar á það er litið, að dómurinn
telur Steingrím og Helga ólöglega stefnuvotta
vegna skyldleika við konu stefnandans, má
ekki ætla sýslumanninum og dómendum þá
ónákvæmni að tala um „þremennings skyld-