Saga


Saga - 1951, Side 33

Saga - 1951, Side 33
207 semi“ Steingríms og Ingibjargar, ef þeir eiga við þremenningsfrændsemi Ingibjargar og konu Steingríms. Ættatölur telja Steingrím hafa búið á Hofi í Lýtingsstaðahreppi, en einnig er hann talinn hafa búið á Svaðastöðum í Viðvíkursveit (Lbs. 1434, 4to). Síðast mun hann hafa búið í Blöndu- hlíðarhreppi, og þar hef ég séð hans síðast getið 30. maí 1679. Kona Steingríms þessa var Sólveig, 70 ára 1703, á Hofstöðum í Viðvíkursveit, Kársdóttir b. í Vatnshlíð Arngrímssonar. 27. sept. 1634 gengur dómur í Bólstaðarhlíð um arf eftir Arngrím sál. Ljótsson. Er þar getið sona hans þriggja: Kárs, Þorvalds og Arnljóts og móður Kárs. og sennilega hinna líka, er Margrét hét. Þetta kemur allt vel heim við ættartölur, sem telja móður Kárs hafa verið Guðrúnu eða Margréti Kársdóttur systur sira Sæmundar í Glaumbæ. Sira Sæmundur dó 19. júlí 1638 82 ára. Margrét móðir Kárs gæti vel verið fædd um 1560 og verið rúmlega sjötug 1634. Arngrímur faðir Kárs er vafalaust sonur Ljóts þess Arngrímssonar, sem 1564 gerir próventu- samning við Jón son sinn (D XIV, 310) og telur sig þar systurson sira Gottskálks Jóns- sonar í Glaumbæ. Ljóts er getið 1536, enda ftiun hann ekki vera fæddur löngu eftir 1500, er Jón sonur hans er fullorðinn 1564. Faðir Ljóts er vafalaust Arngrímur Ljóts- Sen, sem var í Sveinsstaðareið með Teiti lög- nianni Þorleifssyni (D IX, 70), en móðir hans hefur verið dóttir Jóns sýslum. á Geitaskarði Einarssonar. Faðir Margrétar og sira Sæmund- av var Kár Sæmundsson lögsagnara í Þing-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.