Saga


Saga - 1951, Side 51

Saga - 1951, Side 51
225 Hlutverk félagsins er tekið fram í 1. gr. laga þess, er hljóðar svo: „Það er upphaf laga vorra, að félag vort heitir Sögufélag, og er ætlunarverk þess að gefa út heimildarrit að sögu íslands í öllum greinum frá því á miðöldum og síðan, og í sambandi við þau ættvísi og mannfræði þessa lands“. Sögufélagið hefur nú starfað hálfa öld og gefið út ýmis rit á hverju ári nema 1905. Það ár féll útgáfan niður sökum fjárskorts. Ritin eru að jafnaði talin í Skýrslu Sögufélagsins í réttri röð eftir því, hvenær útgáfa þeirra var hafin, en þau hafa flest komið út í heftum. Hér verður sá háttur hafður að flokka þau nokkuð eftir efni til gleggra yfirlits. a) Mannfræðirit. Frumkvöðlar stofnunar Sögufélagsins höfðu mikinn áhuga á mannfræði og ættvísi, og hefur félagið mjög sinnt þeim efnum alla tíð. Það hefur gefið út þessar ævi- sögur: 1) Biskupasögur sira Jóns Halldórsson- ar með ýmsum viðaukum, í tveimur bindum (Rv. 1903-1915). Hafði dr. Jón Þorkelsson aðalumsjón með útgáfu I. bindis, þótt ýmsir aðrir ynnu að því, en Hannes Þorsteinsson ann- aðist útgáfu II. bindis að mestu leyti einn. — 2) Ævisögu Gísla Konráðssonar eftir sjálfan hann (Rv. 1911-1914). Jón J. Aðils og Jóhann Kristjánsson ættfræðingur sáu um útgáfu henn- ar. — 3) Ævisögu síra Jóns Steingrímssonar eftir sjálfan hann (Rv. 1913-1916). Dr. Jón Þorkelsson bjó undir prentun. — 4) Skólameist- arasögur síra Jóns Halldórssonar og síra Vig- fúsar Jónssonar, ásamt gömlum skólaröðum o. fl. (Rv. 1916-1925). Hannes Þorsteinsson bjó Saga.15

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.