Saga - 1951, Síða 53
227
en setti jafnframt nokkur skilyrði um tilhög-
unina (sjá Alþb. ísl. I, bls. xii-xiii). Var útgáf-
unni síðan hleypt af stokkunum 1912, og eru nú
komin sjö bindi heil og nokkuð af hinu áttunda
— eða fram á árið 1689. Vonuðu menn fyrst í
stað, að unnt yrði að ljúka útgáfunni fyrir 1930,
en af því gat ekki orðið sökum fjárskorts, og
þarf enn mikið átak til að ná þar lokamarkinu.
Dr. Jón Þorkelsson annaðist útgáfu fjögurra
fyrstu bindanna og upphafs hins fimmta (bls.
1-55), en Einar Arnórsson síðan. Þegar hann
tók við, var tekin upp nútíðarstafsetning á text-
anum, með því að ástæðulítið þótti að fylgja
stafsetningu handritanna. Söguágrip hins forna
alþingis, eftir Einar, fylgdi I. bindi.
Landsyfirrétturinn var að ýmsu leyti arftaki
hins forna alþingis. Fór því vel á því, að Sögu-
félagið réðst einnig í útgáfu Landsyfirréttar-
og hæstaréttardóma 1802-1873, eða fram til
þess tíma, er farið hafði verið að birta dóma
landsyfirréttarins árlega, en áður hafði ein-
ungis verið prentað hrafl úr þim. Útgáfa dóma-
safnsins hófst 1916, og hafði Einar Arnórsson,
er þá var ráðherra, beitt sér fyrir því, að alþingi
veitti til hennar aukastyrk. Nú eru komin út
sex bindi, og ná þau til loka ársins 1852. Er því
enn allmikið eftir. Klemens Jónsson annaðist
útgáfuna framan af, aftur á 304. bls. í III. bindi,
en síðan Einar Arnórsson.
Með frumheimildum í þessum flokki má einn-
telja Skjöl um hylling íslendinga 1649 við
Friðrik konung þriðja, með viðhæti um Kópa-
vogssærin 1662, gagnmerkar heimildir, er dr.
Jón Þorkelsson bjó undir prentun (Rv. 1914),
°g Búálög. Af Búalögum eru komin út þrjú