Saga


Saga - 1951, Page 60

Saga - 1951, Page 60
234 sagnarfrestur vera eitt ár, en samningurinn ella framlengjast til eins árs. Hinn 29. nóv. 1945 var hann framlengdur til næstu 5 ára með þeirri breytingu, að út skyldu gefnar 30 arkir á ári, og síðan var hann framlengdur umtölulaust til ársins 1951 og 1952. Samningurinn olli nokkr- um ágreiningi innan stjórnarinnar og óánægju meðal sumra félagsmanna fyrst í stað, en raun- in hefur orðið sú, að hann hefur verið félaginu hagkvæmur, því að sjóðseign þess hefur stór- aukizt. Þó hefur nokkur dráttur orðið á útkomu félagsbókanna, en því verður kippt í lag á þessu ári. Fækkun félagsmanna og hin mikla aukning á öllum útgáfukostnaði síðustu árin olli því hins vegar, að talsverður halli var fyrirsjáanlegur á bókaútgáfunni 1950, er reikningsskil voru fullgerð. Samþykkti stjórn félagsins því ein- róma 17. sept. 1951 að greiða 3000 kr. upp í þann halla. Jafnframt varð henni ljóst, að auka þurfti tekjur félagsins, ef afkomu þess átti ekki að vera teflt í tvísýnu, hvað sem um samning- inn við ísafoldarprentsmiðju yrði. Leitaði stjórnin því til síðasta alþingis um hækkun á ríkisstyrknum, og tókst forseta að fá hann hækkaðan upp í kr. 20000. Er fjárhagsafkoma félagsins því sæmilega trygg í bili. Stjórn félagsins skipa 5 menn, er skipta sjálf- ir með sér störfum. Þeir hafa verið þessir: Þórhallur Bjarnarson ...... 1902-1904 Jón Þorkelsson forseti 1902-1924 ...... 1902-d. i% 1924 Hannes Þorsteinsson gjaldkeri 1902-1904, for- seti 1924-1935 ......... 1902-d. i% 1935

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.