Saga


Saga - 1951, Page 63

Saga - 1951, Page 63
Ritfregnir. Guðbrandur Jónsson: Herra Jón Arason. Reykjavík 1950. Hlaðbúð. Síðustu katólsku biskuparnir á íslandi voru allir inir mikilhæfustu menn, Magnús Eyjólfs- son, Stefán Jónsson og Ögmundur Pálsson í Skálholti, og Ólafur Rögnvaldsson, Gottskálk Nikulásson og Jón Arason á Hólum. Fjórir þeirra, Stefán og ögmundur í Skálholti, og ólaf- ur og Gottskálk á Hólum, mega teljast alkunnir að hörku og purkunarleysi í embættisaðgerðum sínum. Fyrsta og helzta sjónarmið þeirra sýn- ist hafa verið að raka saman sem mestum auð- æfum handa sér og kirkjunni, að vísu alltaf eða að minnsta kosti venjulega með formlega lög- legum hætti, með því að beita lögum og venju- rétti katólsku kirkjunnar út í yztu æsar, og formlega löglegum dómum, sem þeir nefndu sjálfir eða umboðsmenn þeirra meðal klerka sinna. Biskuparnir voru raunverulega bæði ákærendur og dómendur, með því að þessir inir miklu kirkjuhöfðingjar hafa raunverulega svo að segja alltaf ráðið dómsúrslitum. Auður- inn og inar gífurlegu tekjur var sterk stoð und- ir valdi þeirra. Hann gerði þeim mikið hald vopnaðra sveina kleift. Með þeim framkvæmdu þeir bæði lögregluvald og fullnustu dóma sinna,

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.