Saga


Saga - 1951, Side 71

Saga - 1951, Side 71
245 mundar að taka hann beinlínis af lífi dómlaust, því að þeir þurftu ekki að hræðast það, að nokk- ur mundi reyna að frelsa hann úr greipum þeirra. Kristján skrifari hefur gert Jón biskup Arason ódauðlegan og aflað honum óskiptrar samúðar allra íslendinga. í 10 köflum rits síns rekur Guðbrandur æfi Jóns biskups og athafnir í tímaröð — Teitsmál eru þó til gleggra yfirlits rakin sér — allt til af- tökudags. Veitir rit Guðbrands stórum glöggv- ari skilning á fjölmörgum atriðum en rit lút- erskra manna, sem full von er til, með því að Guðbrandi liggur svo margt í augum uppi, er katólskan kirkjurétt og kirkjumálefni varðar, en lúterskir sagnamenn vita ekki eða skilja ekki jafn vel. Guðbrandur er gagnrýninn á heimild- ir, eins og góðum sagnaritara samir, enda reyn- ist honum sem flestum öðrum, er arfsagnir og munnmæli athuga, að slíkar heimildir eru mjög ótryggar. Er vel, ef einhver sannleiksneisti er í þeim. Ýmis konar sagnir um Jón biskup Ara- son eru sömu marki brenndar, eins og Guð- brandur sýnir Ijóslega. Til dæmis um þetta er sögnin um fátækt foreldra Jóns biskups. Sýnist ekki vafamál, að sú sögn er skökk eða geymir að minnsta kosti miklar ýkjur. Of langt mál yrði hér, ef fara skyldi að nokkru ráði í hvern kafla og hvert atriði sögu Jóns biskups Arasonar. Sérstaklega skal þó vekja at- hygli á kaflanum um biskupskjör hans og skipti þeirra ögmundar biskups í því sambandi. Verð- ur hlutur ögmundar biskups þar ófagur, en Jón biskup hafði þar málaefni góð og gekk með full- an sigur af hólmi. En einn er sá þáttur í lífi Jóns biskups, sem varpar dökkum bletti á minningu

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.