Saga


Saga - 1951, Page 75

Saga - 1951, Page 75
249 ur ekki fjöður yfir ávirðingar biskups í því sambandi. En annars rómar hann mjög frið- semi biskups, mannúð og mildi. Sjálfsagt er það rétt, að Jón biskup þolir að þessu leyti vel sam- anburð við formenn sína á Hólastóli, ólaf bisk- up Rögnvaldsson og Gottskálk biskup Nikulás- son, og við ögmund biskup Pálsson í Skálholti. En hér er ekki af miklu að státa. Allir eru þess- ir þrír biskupar, sem hafðir eru hér til saman- burðar, hóflitlir fjárplógsmenn fyrir sig og heilaga kirlcju, nota agavald kirkjunnar gegnd- arlítið til fjáröflunar, í raun og veru til purk- unarlausrar fjárkúgunar, reiðandi bannsverð- ið yfir höfðum manna, þegar því verður við komið, og hótandi þeim pínslum bæði þessa heims og annars. Um Gottskálk og ögmund biskup er það kunnugt, að þeir víluðu ekki fyrir sér notkun falsaðra eða hæpinna skjala, ef svo bar undir. Jón biskup Arason er sýkn af slíku, en sáttarrofin verða ekki af honum borin í Teitsmálunum, eins og Guðbrandur tekur rétti- lega fram. En ætli friðsemin, mildin og mann- úðin stafi ekki að einhverju leyti af því, að eng- inn var sá höfðingi í Norðlendingafjórðungi, sem treystist að rísa gegn biskupi, nema Teitur Þorleifsson? Ætli, að mikið fari fyrir þeirri mannúð og mildi, sem Jón biskup sýndi föngum sínum, þeim Marteini biskupi og sira Árna? Manni sýnist sem Jón biskup beiti þá andstæð- inga sína, sem mannsmót hafa til þess að sýna honum mótstöðu og hann fær vald á, nokkuð svipuðum brögðum og samtíðarmenn hans munu hafa gert og mundu hafa gert í sams konar að- stöðu, eins og þegar biskup hótar að hafa Mar- tein að skotspæni þeirra Skálhyltinga, er þeir

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.