Saga


Saga - 1951, Page 77

Saga - 1951, Page 77
251 vill hefur honum ekki þótt sér vanþörf á að gefa fyrir sál sinni og afla sér nógu þarflegra sálu- messna. Aldrei hefur bók um söguleg efni — og lík- lega aldrei nokkur bók — verið gefin út, sem ekki megi eitthvað að finna. Ef gildi bókar ætti að velta á gallaleysi hennar einvörðungu, þá geta allir þeir, sem við ritstörf fást, lagt penn- ann frá sér, því að það er á einskis manns færi að skrifa bók, sem engir gallar verði á fundnir, ef vel er leitað. Flestar eru mörgum göllum haldnar, og geta verið góðar og nytsamar allt að einu. Öll eru verk manna meira og minna gölluð. Sumar áferðarfallegar bækur með minnstu áberandi göllunum eru drepleiðinlegar og hvergi í þeim bitastætt. Aðrar eru uppbólgn- ar af þindarlausri mælgi og þvaðri um allt og ekkert, auk allra vitleysanna, sem þær hafa inn- anborðs, og allra fullyrðinganna og tilgátnanna út í veður og vind og rakalausu sleggjudóm- anna, hrokans og illkvittninnar. Þó að finna megi eitthvað að riti Guðbrands Jónssonar um Jón biskup Arason, þá er það að verulegu leyti langbezt af öllu því, sem um þann mikla mann hefur verið skrifað. Kostirnir yfir- gnæfa tvímælalaust svo gallana, að heildardóm- ur um ritið hlýtur að verða höfundi mjög hag- stæður. Það væri rangt og óviturlegt að einblína á þá galla, sem manni sýnast vera á riti, en viðurkenna ekki kostina, sem langsamlega yfir- gnæfa gallana. Efnisskipun í lok Guðbrands er ljós og glögg. Samtenging atburða, orsaka þeirra og afleiðinga, er yfirleitt haglega gerð. Framsetning er fjörleg og skýr, svo að bókin verður bæði skemmtileg og fróðleg. Málið er

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.