Saga


Saga - 1951, Page 78

Saga - 1951, Page 78
252 yfirleitt vandað, þó að lítils háttar hnökra megi á því finna. En hver syndir fyrir öll slík sker? Bókin skyldi koma út fyrir tiltekinn dag, og höfundi var því skammtaður tími, sem mun hafa reynzt full naumur. Ber bókin þess nokk- urar minjar, en varla slíkar, að gildi hennar að efni til rýrni nokkuð verulega vegna þess. Guðbrandur Jónsson hefur auðgað sögubók- menntir vorar með riti sínu um Jón biskup Ara- son. Það geymir nýjar og sjálfstæðar rannsókn- ir og mat á þeim atriðum siðaskiptatímans hér á landi, sem Jón biskup Arason varða. Og á höf- undur miklar þakkir skilið fyrir það. Var hann og sæmdur fyrir ritið verðlaunum úr Gjafasjóði Jóns Sigurðssonar, og er hann vel að þeirri sæmd kominn. Einar Amórsson. Dr. Björn Þórðarson: Síðasti goðinn. Prentsmiðja Austur- lands. Rvík 1949. Dr. Björn Þórðarson var snemma góður sögu- maður í skóla, eftir því sem um menn á hans aldri þá gerðist. Og doktorsbók hans, Refsivist á fslandi, Rvík 1926, sýndi það tvímælalaust, að þar var liðtækur maður á ferðinni. Jafnhliða embættisönnum sínum, sem mikils tíma kröfð- ust, hóf hann umfangsmikla rannsókn um að- draganda að fangahússgerð og framkvæmd refsivistar á íslandi, þar sem óprentaðar heim- ildir hlutu að verða aðalgögnin. Leysti dr. Björn verk þetta af hendi með mikilli prýði. Síðan hefur hann birt ýmsar ritgerðir um efni úr sögu

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.