Saga - 1951, Síða 80
254
ma) kirkjunnar. Oddur er síðan veginn í Geld-
ingaholti í Skagafirði snemma árs 1255. Hann
fær ekki einu sinni prests fund fyrir andlát sitt,
enda þótt hann beiddist þess „í guðs nafni“, og
er síðan grafinn utan kirkjugarðs. Má nærri
fara um það, hvernig inni göfugu og stórlátu
ekkju hans og náfrændum hafi þótt þetta hlut-
skipti hans. Að Oddi föllnum hefst aðalsaga
Þorvarðar bróður hans. Hefnd var þá enn sið-
ferðileg skylda, enda var ólíklegt, að málinu
yrði haldið til laga, af því að við ofurefli var að
etja. Sýnir Þorvarður bæði harðfylgi, dugnað
og mikla forustuhæfileika um framkvæmd
hefndanna. Kemur nú Þorgils skarði og Sturla
Þórðarson til sögunnar með Þorvarði. Þorgils,
sem var dyggur þjónn Hákonar gamla Noregs-
konungs og óbilgjarnt hrottamenni í aðra rönd-
ina, undirgengst að veita Þorvarði hjálp til
hefnda, gegn styrk af hendi Þorvarðar til þess
að ná völdum í Skagafirði. Tekst hvort tveggja,
að koma fram hefndum og ná Skagafirði undir
Þorgils. En Þorvarður, sem löglega heimild
hafði á goðorðum í Eyjafirði, fær þar ekki við-
töku, og má Þorgilsi þar víst nokkru um kenna.
Fer Þorgils með vopnuðu liði til Eyjafjarðar,
að öllum líkindum til þess að ná héraðinu undir
sig (og konung), en bægja Þorvarði frá til hlít-
ar. Þorvarður hefur séð, hvað í vændum var,
og verður fyrri til, ræðst að Þorgilsi, þar sem
hann er að gistingu á Hrafnagili og fellir hann
(1258). Þorvarður hefur sætt ómildum dómum
sagnamanna fyrir þetta verk sitt. En um höfuð
Þorgilsi hefur vafizt hálfgerður helgihjúpur,
með því að hann hafi verið drengur góður og
saklaus veginn af manni, sem átti honum mikið