Saga - 1951, Side 82
256
og ánafnað kirkju jörðina að einhverju eða öllu
leyti og lagt henni til ýmisleg önnur verðmæti.
Þar skyldi kirkja jafnan vera, sem hún var
reist, nema biskup leyfði flutning hennar eða
niðurlagningu, enda skyldi biskup ganga svo
frá, er hann vígði kirkju, að henni væri sæmi-
lega séð fyrir eignum til viðhalds og rækslu
allra kirkjulegra athafna. Með þessum hætti
hafði jarðeigandi lagt ævarandi kvöð á jörð
sína, en viðtakandi þessara réttinda og gæzlu-
maður fyrir hönd heilagrar kirkju var biskup.
En sá háttur var þó hafður á, að eigandi jarðar
hafði forræði á henni og öðrum eignum kirkju
sinnar, að vísu með eftirliti biskups. Kirkju-
jarðir gengu og kaupum og sölum, auðvitað
með kvöðinni, eins og hverjar aðrar eignir.
Þessi skipun var andstæð kirkjulögum, sem
samkvæmt alþingislögum frá 1253 skyldu ganga
fyrir landslögum, þar sem þau greindu á sín í
millum. Eins og geta má nærri, kostaði það
feikna baráttu að fá þessu breytt í horf kirkju-
laga. Jarðeigendur vildu auðvitað ekki sleppa
bótalaust forræði kirkjueigna, sem þeir höfðu
öldum saman haft, og hlaut því barátta kirkju-
valdsins og leikmanna um forræði þessara eigna
að verða bæði löng og hörð. Meðan sögu Árna
biskups nýtur, má greina glöggt gang þessara
mála, þó að sagan sé að vísu öll í anda kirkju-
valdsins, en eftir að söguna þrýtur (1289) er
fræðslu aðeins að fá í inum sundurlausu og fá-
orðu annálsgreinum. Rekur dr. Björn sögu
„Staðamálanna“, fyrst eftir sögu Árna biskups
og annálsgreinum um sama tíma, en síðan eftir
annálsgreinunum, svo sem kostur er. Hefur
hann þar fyllt upp í skarð í sögu vorri, og hefur