Saga - 1951, Side 83
257
tekizt það vel, að því er bezt verður séð. En auð-
gert er það ekki að greiða úr þeim málum eftir
annálagreinunum, og má því ýmislegt orka tví-
mælis. 0g vitanlega er mest áherzla lögð á það
að sýna hlutdeild Þorvarðar Þórarinssonar í
þessum málum. 0g er það að vonum. Sá, sem
skrifa vildi sögu Hrafns Oddssonar eða Erlends
lögmanns sterka Ólafssonar, mundi hafa þá á
oddinum, en Þorvarðar mundi þar minna gæta.
Samsvarandi verður um þann, sem sögu Þor-
varðar vill skrifa. Verður auðvitað ekki að því
fundið.
Deilunum um forræði staðanna lauk með sátt-
inni í ögvaldsnesi 2. maí 1297, eins og kunnugt
er. Hliðruðu þar báðir aðiljar tij, rétt eins og
þegar stjórnmálaflokkar eru að semja um mál
nú á dögum. Kirkjuvaldið fær einungis forræði
eigna, þar sem kirkja á meira en helming í
heimalandi staðar, en bændur forræði annarra
kirkna. Þó að samningur þessi sé að orðum til
miðaður við Skálholtsbiskupsdæmi eitt, þá sýn-
ist alveg sama skipun hafa komizt á í Norðlend-
ingafjórðungi (Hólabiskupsdæmi), enda sýna
mörg mál úr þeim fjórðungi það, að sama skip-
un hefur þar komizt á, enda þótt Jörundar bisk-
ups Þorsteinssonar gæti ekki að ráði í deilum
þessum. Þar hafa öldurnar ekki risið eins hátt
og í Skálholtsbiskupsdæmi, enda var Jörundi
líkt við ref, en Árna biskupi við björn.
Dr. Björn athugar og leiðréttir annars skoð-
anir eða tilgátur manna um ýmis atriði. Því
hafði t. d. verið haldið fram, að Brandur, þá
ábóti, Jónsson hafi verið frumkvöðull að sam-
þyklct laganna 1253 um það, að guðs lög skyldu
ganga fyrir landslögum, þar er þau greindu á.
Saga.17