Saga - 1997, Page 9
FORMÁLI
7
athugasemd þessi, ásamt ritgerðunum tveimur, gefi lesendum ær-
in efni til íhugunar. - Þá er einnig í þessum bálki stutt athugasemd
frá Einari G. Péturssyni við ákveðinn efnisþátt í ritgerð Sveinbjarn-
ar Rafnssonar í síðasta bindi Sögu.
Eins og endranær hefur ritstjórnin lagt metnað sinn í að láta á
vettvangi Sögu fjalla um sem flest þeirra sagnfræðirita eða rita um
skyld efni, sem út komu á síðastliðnu ári. Það er okkur ánægjuefni
að geta sagt, að sú umfjöllun kemst nú nær því að vera tæmandi en
stundum áður. Sautján höfundar fjalla um samtals 18 rit af ýmsum
toga, en einnig flytur Saga að þessu sinni allmargar stuttar ritfregn-
ir. Má ætla að þeir, sem lesa þessa ritdóma og ritfregnir, séu nokkru
nær um hversu grasgefnar lendur sagnfræðinnar voru á síðast-
liðnu ári.
Sögufélag var á sínum tíma stofnað sem sameiginlegur vettvang-
ur áhugamanna um söguleg efni og „atvinnumanna" í fræðunum.
Ymis önnur fræðafélög voru einnig stofnuð og hafa síðan starfað á
sama grundvelli. Á síðari árum hafa forráðamenn slíkra félaga
flestir eða allir haft svipaða sögu að segja: Það hallar fremur undan
fæti varðandi útbreiðslu þeirra rita, sem félögin gefa út, eða menn
halda í besta falli í horfinu. Það stafar sumpart af því, að endur-
nýjun hefur verið of lítil í hópi „áhugamannanna" - og mættu „at-
vinnumennirnir" ef til vill líta í eigin barm til að leita skýringa á
því - en ekki síður af því, að einungis hluti þess stóra hóps, sem
lokið hefur námi í sagnfræði á undanförnum árum, hefur talið það
sjálfsagt mál og forgangsatriði að vera félagsmaður í Sögufélagi og
þar með áskrifandi að tímaritum íslenskra sagnfræðinga. Fjölgun
sagnfræðimenntaðra manna hefur því ekki reynst sá vaxtarbrodd-
ur fyrir útgáfustarfsemina, sem hefði mátt vænta, og er það ærið
íhugunarefni. Öllum áhugamönnum um íslenska sögu og sagn-
fræðirannsóknir - og ekki síst nýrri kynslóð - verður að vera ljóst,
að það er ekkert náttúrulögmál að Saga og Ný saga komi út með
þeim hætti, sem verið hefur undanfarin ár. Utgáfa af þessu tagi er
mjög kostnaðarsöm og hlýtur fyrst og síðast að byggjast á því, að
ritin séu keypt og lesin, því að fátæk fræðafélög hafa ekki í aðra
sjóði að ganga en áhugasjóð félagsmanna sinna og lesenda.