Saga - 1997, Page 13
BREYTINGAR Á ATVINNULÍFI VIÐ EYJAFJÖRÐ
11
margar jarðir þar stórar og góðar. Út með firðinum beggja vegna var
landbúnaður einnig undirstaða lífsafkomunnar en fiskveiðar skiptu
þó töluverðu máli og var róið til fiskjar frá flestum bæjum sem land
áttu að sjó til búdrýginda, og margir þeir sem fjær sjó bjuggu höfðu
lendingarleyfi á jörðum sjávarbænda. Nyrstu hrepparnir höfðu sér-
stöðu. I Siglufirði voru fiskveiðar aðalatvinnuvegur en landbúnað-
ur aukagrein. Sömu sögu er að segja frá Grímsey. í Ólafsfirði skiptu
fiskveiðar næstum jafnmiklu máli og landbúnáður. I Svarfaðardal
var blómlegur landbúnaður ásamt umfangsmiklum fiskveiðum.4
Sama má segja um nyrstu byggðu ból austan Eyjafjarðar.
Bestu fiskimið Norðlendinga voru við utanverðan Eyjafjörð.
Þorskur leitar norður og austur með landinu á sumrin í fæðuleit en
heldur sig þar lítið yfir veturinn. Um fardaga varð hans vart við
Grímsey og þá hófu eyjarskeggjar oftast veiðar og gátu þær staðið
fram til jólaföstu eða lengur ef gæftir voru góðar.5 Það sama gátu
aðrir Eyfirðingar gert en þó var mismunandi hvernig veiðum þeirra
var háttað, því réð landbúnaðurinn. I innsveitum Eyjafjarðar hófst
heyskapur oftast í júlí og stóð til ágústloka. Þá var allt vinnuafl
bundið þeim störfum svo að fiskveiðar voru þar litlar enda fátítt að
bændur þar ættu báta. Utar með firðinum hófst sláttur seinna, vart
fyrr en um eða eftir miðjan júlí, og þar voru veiðar því stundaðar
af kappi frá því fiskur gekk á grunnmið á vorin og fram að slætti.
Eftir það var aðeins skotist á sjó til að fá í soðið nema í mestu fisk-
veiðihreppunum nyrst í sýslunni. Þar var róið til fiskjar allt sumar-
ið vegna þess að þar skiptu fiskveiðarnar meira máli en landbún-
aðurinn.6
Eyfirðingar stunduðu líka hákarlaveiðar. Þær hófust á þorra ef
gaf á sjó og þær mátti stunda fram í júlí þótt mjög væri misjafnt
hve lengi íbúar einstakra hreppa héldu úti. Á 18. öld voru útvegs-
bændur hvattir til hákarlaveiða vegna vaxandi eftirspurnar eftir
lýsi en fram að því hafði hákarl helst verið veiddur vegna kjötsins.7
Bátaskortur var tilfinnanlegur og fram til 1770 voru ekki til stærri
bátar en áttæringar. Veiðarnar jukust því ekki og á seinustu áratug-
um 18. aldar var lýsistunnan smátt og smátt hækkuð í verði um-
4 Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 63-64, 72, 97-99, 106, 116, 139, 152, 157, 166, 172,
185,194, 200,210.
5 Sama rit, bls. 211.
6 Sama rit, bls. 47-48, 61,211.
7 Sigurjón Sigtryggsson, Fm' Hvanndölum til Úlfsdala 3, bls. 943-44.