Saga - 1997, Page 15
BREYTINGAR Á ATVINNULÍFI VIÐ EYJAFJÖRÐ 13
Skagfirskir bændur sóttu til Siglufjarðar þar sem þeir skiptu á
landbúnaðarafurðum við siglfirska sjósóknara fyrir hákarl og fisk-
meti. Þangað og til Ólafsfjarðar og Böggvisstaðasands (Dalvíkur)
sóttu einnig bændur úr innanverðum Eyjafirði til fiskkaupa. Og
sjósóknarar austan fjarðar höfðu líka sína föstu viðskiptavini. Til
Orenivíkur komu bændur austan úr sveitum Þingeyjarsýslu til
skreiðarkaupa, að minnsta kosti á 19. öld.12 Eitthvað var um að
bændur á Norðausturlandi færu suður eða vestur á land í skreiðar-
ferðir en sjaldnast stafaði það af fiskskorti í héraði og ekki er annað
að sjá en eitthvað annað hafi búið að baki þeim ferðum.13 Endan-
lega lögðust þessar skreiðarferðir af um 1840 en þá jukust mjög
fiskveiðar við innanverðan Eyjafjörð.14
Hér verða ekki birtir margir vitnisburðir um fiskveiðar Eyfirð-
inga, látnar verða nægja örstuttar tilvitnanir í fjórar frumheimildir.
Jón Jónsson sýslumaður Eyfirðinga lýsir atvinnuháttum sýslunga
sinna árið 1747:
Við sjávarsíðuna leggja íbúarnir mesta áherslu á fiskveiðar
en af þeim skapast mesti hagnaður þessa lands. ... I hafinu
eru hvalir sem stundum rekur á land, selir og hákarl. En
mestar og almennastar eru þorskveiðarnar sem eru það
mikilvægasta sem hafið hér gefur af sér.15
Jón Bendixen sýslumaður Þingeyinga segir um þá árið 1747:
Við sjávarsíðuna nærist fólkið mest á fiski. ... Mest er veitt
af þorski, ýsu og lýsu.16
Séra Jón Sveinsson segir svo um sóknarbörn sín í Siglufirði um
miðja 19. öld:
Landyrkju- eða jarðarrækt er hér yfir höfuð næsta lítið sinnt,
og er líklegt, að slíkt geti valdið minni arði af landbúnaði en
ella hafa mætti, þótt á útkjálka sé. Þar á móti er mjög og um
allt annað sinnt sjóarútbúnaði öllum og sjómennsku, og er
H Sigurjón Sigtryggsson, Frá Hvanndölum til Úlfsdala 3, bls. 946. - „Skýrsla Jóns
Jakobssonar 7. maí 1784", bls. 378. - Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, bls.
90.
13 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, bls. 14. - Kristmundur Bjarnason,
Saga Dalvíkur 1, bls. 83. - Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar, bls. 51-52,54,56.
14 Hallgrímur Hallgrímsson, „Þættir úr sögu Eyjafjarðar", bls. 21.
15 Sýslulýsingar 1744-1749, bls. 215.
16 Sama rit, bls. 245.