Saga - 1997, Síða 16
14
FRIÐRIK G. OLGEIRSSON
atvinna sú látin vera í fyrirrúmi fyrir flestu öðru ... 17
Um Olafsfirðinga segir séra Ólafur Þorleifsson á Kvíabekk árið
1839:
Frá sumarmálum fara héðan sjómenn allir í ver vestur á
Siglunes til hákallaróðra og eru þar öðru hverju fram að
slætti. Hinir, sem eftir eru heima, róa til fiskjar, strax og vart
verður við hann sé kominn ... Fólk hér lifir meiri part af
landgagni, sem oftar verður heilladrjúgast. Þó bætir hákalls-
og fiskiafli kjör manna stórum, þegar hann heppnast vel.18
Auk slíkra samtímafrásagna má hjá nokkrum fræðimönnum nú á
tímum sjá ummæli um öflugar fiskveiðar við Eyjafjörð og eiga þeir
allir það sameiginlegt að hafa unnið að frumrannsóknum tengdum
héraðinu.19
Þrátt fyrir afnám einokunar árið 1787 sýndu kaupmenn lítinn
áhuga á að fjárfesta í fiskveiðum og bæta þær. Akureyrarverslun
hafði þó reynt að efla saltfiskverkun á sínu svæði að tilstuðlan
verslunarstjórnarinnar með því að byggja salthús í Hrísey og
Ólafsfirði árið 1779. Sama ár dvaldist kunnáttumaður að nafni Sig-
urður Isfeld í Ólafsfirði og kenndi heimamönnum saltfiskverkun.20
Nokkrum árum seinna, 1798, lét Þórður Helgason, sem þá var að
byrja verslunarrekstur á Akureyri, byggja salthús í Ólafsfirði.21 Tölu-
vert var um að utansveitarmenn seldu afla sinn í salthúsin um tíma
en þessar verkunarstöðvar urðu þó ekki langlífar og náðu ekki að
festa saltfiskverkun í sessi. Þær munu hafa lagst af í upphafi 19.
aldar. Ekki var það vegna áhugaleysis fiskimannanna heldur miklu
frekar sinnuleysis kaupmanna. Þeir fluttu ekki nógu mikið af salti
norður. Af þessum ástæðum þróaðist fiskverkun Eyfirðinga ekki,
áfram var verkað í skreið fyrir innanlandsmarkað sem gaf miklu
minna af sér en saltfiskverkun fyrir erlendan markað hefði gert.
17 Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 47-48.
18 Sama rit, bls. 61,63.
19 Sigurjón Sigtryggsson, Frá Hvanndölum til Úlfsdala 3, bls. 943-1003. - Þorkell
Jóhannesson, Tryggvi Gunnarsson 1, bls. 173. - Jón Þ. Þór, „Snorri Pálsson
verslunarstjóri í Siglufirði", bls. 92-93. - Friðrik G. Olgeirsson, Hundrað ár í
Hominu 1, bls. 22-58; 3, bls. 303 og áfram. - Kristmundur Bjarnason, Saga Dal-
víkur 1, bls. 83-98,123 og áfram.
20 ÞÍ. Skoðunargerðir 1787.
21 Jón Hjaltason, Saga Akureyrar 1, bls. 56,61.