Saga - 1997, Page 46
44
FRIÐRIK G. OLGEIRSSON
Myndrit 2. Meðaltalsfólksfjölgun íEyjafirði 1860-1901 eftir sóknum
Heimild: Bemharð Haraldsson, „Athugun á íbúadreifingu", bls. 96. Athugasemd-
ir: sjávarsóknir em Miðgarða-, Akureyrar-, Lögmannshlíðar-, Glæsibæjar-, Möðru-
vallaklausturs-, Upsa-, Stærri-Arskógs-, Kvíabekkjar- og Hvanneyrarsókn. Sam-
tals níu sóknir. Lögmannshlíðarsókn á ekki land að sjó en er hér flokkuð með sjá-
varsóknum vegna stuttrar sjávargötu og nálægðar við Akureyri. Landbúnaðar-
sóknirnar em inn til dala, samtals 13: Hóla-, Miklagarðs-, Saurbæjar-, Möðru-
valla-, Gmndar-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Bægisár-, Bakka-, Myrkár-, Valla-,
Urða- og Tjamarsókn.
aðeins hægði á fjölgun fólks í dreifbýli. En hvar settist fólkið að
sem fluttist til Eyjafjarðar og urðu einhverjar breytingar á búsetu
þeirra sem fyrir voru? Svörin er að einhverju leyti að finna á
myndriti 2 sem sýnir fólksfjöldaþróun eftir sóknum á tíu ára fresti.
Ollum sóknum Eyjafjarðar hefur verið skipt í tvo flokka: sjávar-
sóknir og landbúnaðarsóknir. Þróunin er mjög skýr. í upphafi tíma-
bilsins, 1860-70, er að mestu jafnræði með flokkunum tveimur. A
sjöunda áratug 19. aldar fjölgaði um 9,8% í sjávarsóknunum á móti
9,5% í landbúnaðarsóknunum. Líklegast hefur þróunin verið af
þessum toga áður. En strax á áttunda áratugnum má greina uff-
skipti í þróun byggðar við Eyjafjörð sem magnast svo seinustu tvo
áratugi aldarinnar. Á tímabilinu 1870-80 fjölgaði fólki við strönd-
ina um 9,1% en fækkaði um 1% í þeim sóknum sem fjær lágu og
áttu allt sitt undir landbúnaði. Á níunda áratugnum var þróunin
svipuð en örastar urðu svo þessar búsetubreytingar á síðasta ára-
tugi 19. aldar. Þá fjölgaði fólki í sjávarsóknum Eyjafjarðar um rúm-