Saga - 1997, Page 48
46
FRIÐRIK G. OLGEIRSSON
voru skráðir til þeirrar atvinnu í manntölum. Þetta undirstrikar að
fiskveiðarnar voru árstíðabundnar eins og fram hefur komið og
störf fiskimannannna voru hlutastörf sem unnin voru í ígripum frá
landbúnaðinum.79 Því má þó ekki gleyma að hér að framan var
sýnt fram á að í sumum hreppum Eyjafjarðar var þegar um miðja
19. öld komin fram sjálfstæð stétt fiskimanna sem fékkst aðeins
takmarkað við landbúnað.
Skráðum sjómönnum fjölgaði mikið á seinni hluta 19. aldar, úr
um 5,5% landsmanna um öldina miðja í tæp 14% árið 1890.80 Örust
var fjölgunin á þeim árum þegar þilskipum fjölgaði mest, um og
eftir 1880. Þá lengdist úthaldið til muna, varð um og yfir fimm mán-
uðir á hákarlatímanum, og sjómenn unnu flestir lengur við sjó-
mennsku ár hvert en áður, sérstaklega eftir að þorskveiðar hófust á
þilskipunum. Þeir sem hákarlaveiðar stunduðu komu alltaf til hey'
skapar en við þorskveiðar voru menn bundnir allt sumarið.81 Þil'
skipaútgerðin átti því mikinn þátt í að gera sjómönnum kleift
hafa fiskveiðar að aðalstarfi og var mikilvægur þáttur við að slíta
böndin sem tengdu landbúnað og fiskveiðar. Bæði þeir sem gerðu
skipin út og einnig sjómennirnir komust nær því en áður að teljast
til atvinnumanna í faginu.
Mótorbátarnir sem var farið að nota í stað árabáta víða við Eyja'
fjörð eftir 1904 voru vinnusparandi. Á þeim þurfti tvo til fimn1
menn á móti níu á stórum árabátum. Litlir trillubátar sem veittu
eigendunum atvinnu voru algengir. Framleiðnin margfaldaðist og
vertíðin lengdist að meðaltali úr 2,8 mánuðum í 3,8. Þegar bætt ef
við þeim tíma sem fór í undirbúning vertíðar og viðhald bátanna
lætur nærri að sjómennirnir hafi haft atvinnu af fiskveiðum hálft
árið. Þegar svo var komið kenndu flestir sig við sjósókn jafnvel
þótt oft væri gripið í önnur störf ef fengust. Það þurftu þeir sem a
stóru mótorbátunum unnu síður að gera því þeir voru með tíman'
um gerðir út nær allt árið, ýmist á þorsk eða síld. Óþarft er því al)
kalla þessa stétt manna „hérumbil fiskimenn" (marginal fishermen)
eins og Magnús S. Magnússon gerir en hann telur sjómannastéttina
ekki fullmótaða fyrr en með komu togara.82
79 Magnús S. Magnússon, Iceland in Transition, bls. 84-86.
80 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, bls. 11.
81 Magnús S. Magnússon, lceland in Transition, bls. 87 - Júlíus Jóhannesson'
Svalbarðsstrandarbók, bls. 114-5
82 Magnús S. Magnússon, lceland in Transition, bls. 86-89.