Saga - 1997, Síða 52
50
FRIÐRIK G. OLGEIRSSON
voru saltfiskstöðvarnar sem Gránufélagið byggði í Hrísey árið
1876, á Dalvík 1877 og þær stöðvar sem Siglufjarðardeild þess
sama félags reisti í Fljótum árið 1878 og í Ólafsfirði árið 1879. Allar
þessar verkunarstöðvar voru litlar en þær gáfu þau fyrirheit sem
spekúlantar og umsvifamenn á Akureyri skildu. Einn þeirra var
Carl J. Höepfner sem rak bæði Höepfnersverslun og Verslun Gud-
munds Efterfölger, einn umsvifamesti atvinnurekandi héraðsins.
Hann var einn þeirra sem fylgdu fordæmi Gránufélags og kom
upp atvinnurekstri í Ólafsfirði, á Dalvík og víðar. Fjölmargir fetuðu
svo í fótspor hans og stofnuðu til atvinnurekstrar á Siglufirði, í
Ólafsfirði, á Dalvík, í Hrísey, á Hauganesi, Hjalteyri, Grenivík,
Svalbarðseyri og víðar. Tökum rekstur Höepfners í Ólafsfjarðar-
horni sem dæmi. Um 1890 keypti hann þar tvær lóðir, sjávarlóð úr
landi Brimness og aðra minni úr landi Hornbrekku. Á þessum lóð-
um byggði hann nokkur hús, bæði íbúðarhús og ýmsar byggingar
fyrir fiskverkun. Yfir þessar eignir setti Höepfner mann sem bjó á
staðnum og stjórnaði atvinnurekstrinum.89
Atvinnurekstur Gránufélags og Akureyrarkaupmanna í útsveit-
um Eyjafjarðar breytti öllu. Nú var atvinnu að fá og þá var ekki að
sökum að spyrja, fólk fluttist unnvörpum á þá staði þar sem vinna
var í boði en í öðrum byggðarlögum fækkaði fólki eða þau liðu al-
veg undir lok. Á sama hátt má kalla að Ameríkuferðir verði svipur
hjá sjón.
Rannsóknir á sögu Ólafsfjarðar og Dalvíkur sýna að fyrst í stað
voru það einkum fátæklingar, öreigar, sem fluttust á mölina.90 Laust
fyrir aldamótin fór svo stöndugra sveitafólk að flytjast í fiskiverin í
bland við fátæklinga og vinnuhjú. Útvegsbændur brugðu gjarnau
búi og einskorðuðu sig við útgerð á mölinni, fullgildir sjómenn
áttu þar heimili og fyrstu iðnaðarmennirnir hófu starfsemi sína-
Atvinna varð smám saman stöðugri og afkoma manna tryggari á
sama tíma og framleiðslan tók þeim breytingum að hún miðast
ekki lengur við eigin neyslu heldur til sölu á mörkuðum. KapítaF
ískir framleiðsluhættir leystu sjálfsþurftarbúskapinn af hólmi.
Verslun var ein þeirra atvinnugreina sem fyrst skaut rótum í hin-
um ungu, vaxandi sjávarþorpum við Eyjafjörð og átti mikinn þátt i
89 Friðrik G. Olgeirsson, Hundrað ár íHorninu 1, bls. 68-69; 2, bls. 151-52.
90 Friðrik G. Olgeirsson, Hundrað ár í Horninu 1, bls. 61-75; 2, bls. 153-61. '
Kristmundur Bjarnason, Saga Dalvtkur 1, bls. 232-75.