Saga - 1997, Page 60
58
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
sinn".1 Konur þyrsti þó eftir meiri þekkingu en þeirri sem kom að
notum í amstri hversdagsins og í æviminningum má lesa frásagnir
af ömmum og mömmum sem stálu sér forskrift og æfðu sig í
laumi með stafpriki í snjó, mold eða á svelli, einkum á fyrri hluta
19. aldar.2
Það leikur enginn vafi á því að stúlkur nutu minni menntunar en
drengir.3 Þar má að nokkru leyti styðjast við spurningalista Hins ís-
lenska bókmenntafélags sem sendir voru til presta landsins árið
1839. Þar var meðal annars spurt um skriftarkunnáttu fólks, hversu
margir væru skrifandi og óskrifandi í sókninni, aldur þeirra og
kynferði. Sumir prestanna svöruðu aðeins í óljósum orðum, en aðr-
ir skráðu samviskusamlega fjölda skrifandi og óskrifandi sóknar-
barna sinna. Ut frá þeim upplýsingum sem gefnar eru, og með fyr-
irvara um áreiðanleika þeirra, má gera ráð fyrir að konur hafi verið
um það bil V3-V5 hluti skrifandi sóknarbarna.4
Það kann að þykja óþarft að gera mikið úr því að stúlkur færu á
mis við skriftarkennslu því fátækir piltar áttu heldur ekki kost á
menntun. Sá munur er þó á að stúlkur bjuggu ekki aðeins við
stéttaskiptingu, þar sem þær fátæku fengu síður bóklega menntun
en hinar efnameiri, heldur einnig við þá staðreynd að kynferði
þeirra kom í veg fyrir bóknám. Piltar áttu alltaf möguleika á mennt-
un áskotnuðust foreldrum þeirra peningar eða að einhver styrkti
1 Þorkell Bjarnason, „Fyrir 40 árum", bls. 223.
2 Andúð á skriftartilburðum kvenna kemur fram í fjölmörgum æviminninguin
karla og kvenna sem voru fædd og uppalin á 19. öld. í flestum tilfellum segja
höfundar frá mæðrum sínum sem oftar en ekki lærðu og æfðu forboðna stafi i
laumi. Sjá Erla Hulda Halldórsdóttir, „Þú hefðir átt að verða drengur í brók"/
bls. 30-33.
3 Nokkur dæmi eru um vel menntaðar stúlkur og konur, en þær voru nær und-
antekningarlaust dætur embættismanna. Nefna má Margréti Sigurðardóttur
(1843-1899) frá Hallormsstað sem kunni latínu og mun hafa kennt skólapik'
um föður síns í fjarveru hans. Sjá Bjarni Sigurðsson, „Minningar um frú Mar-
grétu", bls. 77-78. - Sjá einnig Erla Hulda Halldórsdóttir, „Þú hefðir átt að
verða drengur í brók", bls. 30^15.
4 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Þú hefðir átt að verða drengur í brók", bls. 34-36.'
Ogmundur Helgason, „Skriftarkunnátta í Skagafjarðarprófastsdæmi um 1840",
bls. 110-20. Ögmundur kemst að þeirri niðurstöðu að 20-50% fullorðinna
karlmanna hafi talist skrifandi og hafi það fremur verið húsbændur en vinnu-
menn. Skrifandi konur virðast hins vegar hafa verið frá um 9-20% fullorðinna
kvenna.