Saga - 1997, Page 64
62
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
um undirgefin. Það er sú mynd sem dregin var upp af konum í
Vídalínspostillu, húslestrabók Jóns Vídalíns biskups, sem fyrst koffi
út árið 1718. Postillan var helsta húslestrabók íslendinga langt
fram á 19. öld og því má gera ráð fyrir að boðskapur hennar hafi
haft umtalsverð áhrif á þá sem heyrðu og lásu.16
Hið sama kemur fram í Arnbjörgu séra Björns Halldórssonar i
Sauðlauksdal, sem skrifuð var um 1780. Séra Björn fjallaði ítarlega
um störf húsmóðurinnar, allt frá barnauppeldi til skyrgerðar, og
lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að húsmóðirin gerði skyldu
sína. Söguhetja bókarinnar, Arnbjörg, var iðin, guðhrædd, ástrík,
nýtin og blíðlynd, aumkaði fátæka og gaf rausnarlegar gjafir, hélt
hjúum sínum til verka, húsinu hreinu og átti ávallt nægan mat i
búri. Séra Björn lagði áherslu á samstarf og samráð hjóna en jafn-
framt að karlinn væri höfuð konunnar og því bæri honum að
ráða.17
Arnbjörg var gefin út árið 1843, í Búnaðarriti Suðuramtsins húss- og
bústjórnarfélags. Neðanmáls fylgdu skýringar og athugasemdir Þórð-
ar Sveinbjörnssonar háyfirdómara og Helga Thordersens síðar
biskups. Þeim þóttu ýmis ráð séra Björns úr sér gengin, m.a. sumat
þeirra krafna sem gerðar voru til húsmæðra. Það má til sanns veg'
ar færa, en ég tel að viðhorf Björns til menntunar stúlkubarna og
stöðu kvenna gagnvart körlum hafi verið í fullu gildi. Það má að
minnsta kosti lesa nákvæmlega sömu viðhorf út úr sendibréfuff1
og æviminningum auk athyglisverðrar hjónavígsluræðu frá 1834
þar sem sjá má orðræðu í anda Björns Halldórssonar og Jóus
Vídalíns um hlutverk kvenna. Hjón áttu að lifa í „innbyrðis elsku
og „ástsemdar=alúð" en lögð áhersla á að eiginmanni bæri valdið
og orðaði prestur það reyndar svo að til þess lægju svo mörg rök
að hann hirti ekki um að tíunda þau fyrir kirkjugesti. Ræðan er
annars mjög athyglisverð því út úr henni má lesa eitt og annað uff1
almenn viðhorf til hlutverka kynjanna. Það kemur til dæmis fratn
að þau dæmi þekktust þar sem karlinn „fyrir Konunni ecki ma
ráða um sína enn síður beggja þeirra hagi" og var það karlinuff1
„ekki vanyrðislauz". Aftur á móti gat það aldrei orðið konunni $
16 Gunnar Kristjánsson, „Viðhorf Vídalínspostillu til kvenna", bls. 196, 201 of?
210.
17 Björn Halldórsson, Arnbjörg, bls. 7 og 16-17.