Saga - 1997, Page 68
66
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
rýna ríkjandi gildi og hún hafnar þeim sem njóta forréttinda."311
Þótt erfitt sé að segja til um hvort þær konur sem hér er vitnað til
hafi með orðræðu sinni vísvitandi verið að mótmæla ríkjandi skoð-
unum er freistandi að ætla að svo hafi verið. Loks má vera að kom
um hafi á stundum þótt gott að fela sig á bak við þessa ímynd og
nota hana sem afsökun væru þær ekki ánægðar með sjálfar sig. Þá
má aftur spyrja hvað hafi gert þær óánægðar. Var það ekki einmih
vitundin um að þær væru álitnar lakari en karlar?
Þótt konum væri gert að halda sig innan veggja heimilisins, vera
þar drottningar í ríki sínu og skipta sér sem minnst af því sem
gerðist í búskapnum að öðru leyti, var veruleikinn oft annar. Þær
reyndu eftir bestu getu að haga sér eins og til var ætlast en fjöl'
margar þeirra neyddust til að lifa andstætt ríkjandi viðmiðum og
vinna bæði karla- og kvennastörf. Þar má nefna allan þann fjölda
kvenna sem unnu bæði inni- og útivinnu meðan karlarnir fóru 1
verið.31 Efnaðri konur, sem höfðu nóg af vinnufólki, virðast hafs
leitast við að samsama sig ímyndinni og ef til vill mætti einnig
segja að samfélagið hafi fellt ímyndina að þeirri konu sem mestrar
virðingar naut í hverri sveit. Þannig fylgdu talsverðar skylduf
stöðu prestskvenna og eiginkvenna efnaðri bænda, en einnig mögu-
leikar á völdum og virðingu. Kotkerlingar hafa eflaust horft til
prestsmaddömunnar, sýslumannsfrúarinnar eða konu ríkasta bónd'
ans sem fyrirmynda en til þessara kvenna voru gerðar ákveðnar
kröfur um kunnáttu og hegðun. Sigurður Jónsson sagði svo frá ElísA'
betu Kristjánsdóttur, konu séra Árna Þórarinssonar:
Elísabet var fríð sýnum, mennileg og hin gervilegasta í sjón-
Ekki var hún að sama skapi vel til stöðunnar fallin, sem hún
gekk í. Til þess skorti hana menntun og gott uppeldi, þvísU
krafa var gerð til prestskvenna á þeirri tíð, að þær tæki fra111
og væri fyrirmynd annarra kvenna í sóknum sínum.32
Eins og við er að búast kvað séra Árni ekki svo fast að orði urn
30 Guðni Elísson, „Íronían er vopn kvenna", bls. 18.
31 Sjá t.d. Lbs. 2619, 4to. Guðrún Eldjámsdóttir eldri til Guðrúnar Eldjárnsdótú11
yngri 20/6 1831. - Snxfellsnes III. Sóknalýsingar, bls. 111. - Rangárvallasýsla. Sý^u
og sóknalýsingar, bls. 23.
32 Sigurður Jónsson, Endurminningar Sigurðar frá Syðstu-Mörk, bls. 94. - Um prests
konur sjá Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um íslensku prestskonuna fyrr á ðld
um", bls. 217-47. Þar kemur m.a. fram að kjör prestskvenna voru afar misjöf11
og hefur virðing þeirra án efa farið eftir því.