Saga - 1997, Page 70
68
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
Um þá menn heyrði jeg talað, er höfðu þann sið, að taka
lyklana sjálfir, og skammta konunni flest í hendurnar, taka
við skökunni af strokknum og læsa hana niður, en slíkt var
þá mjög ótítt, og mun nú sá snataháttur, sem betur fer, víð'
ast ef eigi alstaðar horfinn. Hitt var miklu tíðara, að ef konur
vildu kaupa eitthvað, þó til heimilisþarfa væri, eða gefa eitt-
hvað smáræði, þá urðu þær að gjöra það á bak við menn
sína; annars voru illindi og ávítur vísar.38
Sú staðreynd að þess skuli sérstaklega getið að sumar konur hafi
verið sviptar húsfreyjurétti sínum, og þess raunar getið oftar en
kvenna sem naumt skömmtuðu, bendir til þess að um sé að ræða
frávik frá hinu eðlilega. Eftir stendur að matarskömmtun var
valdatæki og sú kona sem var svipt því starfi var rúin öllum venju-
legum valda- og áhrifaleiðum húsmæðra í bændasamfélaginu.
Hugmyndir um kvenfrelsi fyrir 1870
Ekki er auðvelt að greina upptök hugmynda um kvenfrelsi eða rétt-
arbætur konum til handa. í heimildum sést að bæði karlar og konuí
veltu fyrir sér stöðu kvenna og létu jafnvel einhver orð falla um
slæma réttarstöðu þeirra án þess að segja að úrbóta væri þörf- I
Ræðum Hjálmars á Bjargi lét Helga Hjálmarsdóttir til sín heyra og vaf
lítt hrifin af því að vera sett undir vilja föður síns í makavali. Hún
taldi jafnvel vafasamt að giftast „en ófrjálslegt og jafn^óskemmtilegt
ad púla æfilangt, sem vinnukona, fyrir klénann kost og fatnað
optarst". Orð Helgu eru skapnaður Magnúsar Stephensens en
ekki er ólíklegt að uppruna þeirra megi rekja til óánægjuradda
kvenna. Hjálmar faðir Helgu, eða öllu heldur Magnús, svarar henm
og gerir henni grein fyrir skyldum kvenna í lífi og starfi. Skoðun
Magnúsar fellur nákvæmlega að því sem áður hefur verið sagt um
kvenímynd 19. aldar. Auk þrifnaðar, röggsemi í bústjórn og vinnU'
semi voru siðgæði, kurteisi, blíðlyndi og góðsemd dyggðir sem
konur áttu að temja sér, einnig undirgefni við eiginmanninn.39
Heimildir gefa fáar vísbendingar um að opinber umræða hafi
38 Þorkell Bjarnason, „Fyrir 40 árum", bls. 255. - Ingunn Jónsdóttir segir frá kjor
um föðurömmu sinnar á svipaðan hátt. Ingunn Jónsdóttir, Gömul kynni, hb-
111.
39 Ingi Sigurðsson, Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens, bls. 87-89.