Saga - 1997, Page 74
72
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
undar virtust óttast að kvennaskólamenntun gerði stúlkur frá-
hverfar hefðbundunum störfum sveitakvenna, bæði innnanstokks
og utan.47 Að leyfa takmarkalausa menntun var hættulegt og gat
opnað konum fleiri dyr sem aftur stuðlaði að upplausn samfélags-
ins og ríkjandi gilda. Viðhorf í þessum anda sést ekki aðeins hjá
körlum. Jakobína Thomsen skrifaði Steingrími Jónssyni systursyni
sínum árið 1892 að kvenfólki væri hollt að vinna meðan það hefði
heilsu til og það væri hollara en „ýmsar grillur og leiðindi, sem
ungu kvennfólki mörgu, helzt því, sem dálítið hefur mentast, hætt-
ir svo við".48 Því miður útskýrði hún ekki nánar hvað hún átti við
með „grillum" en líklega voru það kröfur um aukna menntun og
pólitísk réttindi kvenna. Sjálf hafði Jakobína þráð menntun heitar
en nokkuð annað, en hún var barn síns tíma - og kona - og þaf
sem ekki var gert ráð fyrir að konur menntuðu sig til annars en
húsmóðurstöðunnar varð hún að gera sér hana að góðu.49 Efth
1890 var samfélagið sem hún ólst upp í gengið úr skorðum. Fólk
fluttist úr sveitunum til þéttbýlisstaða eða Ameríku og alþýðan
naut betri menntunar og meira frelsis en áður. Ungu konurnar voru
frjálslegri í fasi og skoðunum en þær eldri, kröfðust betri menntun-
ar og félagslegra og jafnvel pólitískra réttinda. Ekki er ólíklegt að
Jakobínu hafi, líkt og fleirum af eldri kynslóðinni, óað við þessum
breytingum og kannski einkum kröfum ungra kvenna því þmt
kollvörpuðu hugmyndum eldri kynslóðarinnar um eðli og hlut'
verk kvenna.50
I bréfum og æviminningum endurspeglast þau viðhorf sem héf
hefur verið lýst. Andúð á kvennaskólunum og þeirri menntun sem
þar var í boði, eftirvænting og tilhlökkun stúlknanna sjálfra, sem
stundum lögðu hart að sér til að komast á skólana og loks hálfgerð
vonbrigði þeirra þegar þær gerðu sér grein fyrir því hversu lítið
lærðist á fáeinum vikum eða mánuðum. Líklega eru orð Þóru Frið'
47 Um viðhorf til kvennaskóla má lesa t.d. í Þjóðólfi 14. mars 1873, bls. 71, Norf'
anfara 13. nóvember 1875, bls. 91 og Ingibjörgu Lárusdóttur, Úr siðustu te't/
bls. 64-66.
48 Lbs. 4945, 4to. Jakobína Jónsdóttir Thomsen til Steingríms Jónssonar 27/ U
1892.
49 Lbs. 2748,4to. Jakobína Jónsdóttir til Solveigar Jónsdóttur 25/9 1860.
50 Hér má einnig benda á ræðu Þorgríms Þórðarsonar héraðslæknis í Borgum 1
Hornafirði en hann sagði m.a. að fyrir hönd kvenna væri krafist fleiri réttind*1
en þeim kæmu að gagni. Sjá Austri 23. september 1896.