Saga - 1997, Page 76
74
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
þessum nótum um 1890. Hann sagðist telja að heimilið ætti að vera
konum „nægur verkahringur sem optast" og þær ættu ekki að
eyða tíma sínum í flandur utan heimilis þótt hann ætlaðist ekki til
að þær lifðu eins og nunnur í klaustri. Honum þótti Gunnlaug geta
sinnt húsmóðurskyldum sínum betur, einkum vegna þess hve
greind hún væri: „því leiðara er það, ef þú beitir eigi greindinni til
þess, sem þú átt að beita henni, n.l. til þess, að gjöra heimilið eins
og það á að vera, gjöra það að gróðrareit friðar, gleði og ánægjU'
reglusemi, atorku og þrifnaðar."52
Það er óttinn við að konur þyrptust út af heimilunum og gleymdu
sínum kvenlegu eiginleikum sem vekur athygli. Af einhverjum
ástæðum var hluti karla ekki tilbúinn að sleppa hendinni af konum
og taldi sig vita betur en þær hvaða menntun væri þeim fyrir bestu
og hvaða pólitísku og félagslegu réttindi þeim bæri að fá. Það er at-
hyglisvert að jafnvel þeir höfundar sem fordæmdu meðferð karla á
konum og menntunarskort kvenna, virðast ekki hafa talið pólitískt
og félagslegt jafnrétti kynjanna nauðsynlegt. í greinaflokki um kjör
og réttindi kvenna árið 1893 sagði „S.S." til dæmis: „Kjör kvenm
þjóðarinnar má bæta á ýmsan hátt, án þess að það kosti ný lög".53
Ég tel að þær heimildir sem hér hefur verið vitnað til sýni að
markvisst hafi verið unnið gegn því að konur gætu rifið sig upp úr
hlutverki hins undirgefna og staðið jafnfætis körlum. Þær konur
sem sýndu tilburði í þá átt fengu að heyra að þær brygðust kven-
legu eðli sínu og sinntu ekki húsmóðurskyldum sínum. Til pesS
benda orð bæði kvenna og karla í bréfum og æviminningum. Þegar
leið á 19. öldina opnuðust konum fleiri leiðir til mennta og áhrifa,en
að sama skapi urðu raddir andstæðinga kvenréttinda háværari.
En hvaðan eru hugmyndir um aukin réttindi kvenna sprottnar-
Þegar heimildir eru athugaðar virðist sem íslenskur veruleiki hafi
smám saman vakið konur og karla til vitundar um að líf og kjör
kvenna væru ekki jafn góð og vera skyldi - og ekki aðeins kvenna^
heldur einnig vinnuhjúa, karla og kvenna, sem oftast bjuggu við
rýran kost og takmörkuð réttindi.
52 Lbs. 4112, 4to. Guðmundur Davíðsson til Gunnlaugar Gunnlaugsdóttur. Afn1
bréfs til Gunnlaugar, vantar dagsetningu, en með hliðsjón af öðrum bréfm11
má ætla að það hafi verið skrifað í árslok 1890 eða ársbyrjun 1891. GunnlauS
brást við með því að eyðileggja kvæði sín og „hugmyndaófreskjur" sem höÓu
dregið huga hennar frá heimilinu og húsmóðurstörfum.
53 Þjóðólfur 4. júlí 1893, bls. 121.