Saga - 1997, Page 88
86
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
lendar bækur og blöð sem fjölluðu um kvenfrelsismál hafa vaó'
laust borist hingað til lands. The Subjection of Women (Kúgun kvenno
í íslenskri þýðingu árið 1900) eftir John Stuart Mill kom út í Bret'
landi árið 1869 og sama ár þýddi Georg Brandes bókina á dönsku-
Hingað hlýtur bók Mills að hafa borist bæði á ensku og dönsku
ég hef hvergi séð minnst á hana í bréfum. Guðjón Friðriksson sagn'
fræðingur á eintak af bók Mills í þýðingu Brandesar og er hún árit'
uð af séra Guðmundi Einarssyni á Breiðabólsstað til Katrínar Ólafs'
dóttur Sívertsen konu sinnar. Guðmundur lést árið 1882 svo ljóst er
að bókina hefur Katrín fengið fyrir þann tíma.83 Bríet BjarnhéðinS'
dóttir vitnaði til Mills í fyrirlestri sínum árið 1887 en hvar húi1
komst yfir bókina er ekki vitað.
Stefán Stefánsson, síðar skólameistari, fór utan til náms árið 18$4
og strax fyrsta haustið í Kaupmannahöfn sendi hann dönsk blöð til
Steinunnar Frímannsdóttur unnustu sinnar heima á HelgavatnL
þar á meðal blað sem gefið var út af Dansk Kvindesamfund, fyrst®
danska kvenréttindafélaginu.84 Hversu margir unnustar, bræðuf'
synir eða eiginmenn skyldu hafa sent blöð eða bækur um kvenrétt'
indi í fásinnið heima á íslandi? Hér verður fátt um svör því heiF1'
ildir geta þess ekki en varla hefur Stefán Stefánsson verið eini ls'
lendingurinn sem keypti blað Dansk Kvindesamfund eða önnnf
hliðstæð rit.
í ársbyrjun 1888 birtist grein í Þjóðviljanum eftir „Gerði", sem l^
talsvert að sér kveða á síðum blaðsins.85 Gerður tók til um fjöllunaí
stöðu kvenna og skipti þeim í tvo flokka, annars vegar „dúkku'
hópinn" sem í voru giftar kaupstaðarkonur og fáeinar sveitakonun
Mönnum þeirra þykir ósköpin öll vænt um þær, hlaða á þ^r
skrauti og skrautgripum og sýna þeim alls konar blíðkuU'
en að veita þeim þá virðingu, að segja þeim frá fjárhagsrnál
um sínum eða leita álits þeirra og ráða í alvörumálum, þa°
dettur þeim ekki í hug.
Að mati Gerðar voru þessar konur fyrst og fremst „leikfang
augnagaman" eiginmanna sinna. Hinn hópurinn voru einkum sveifa
konur og fátækar kaupstaðarkonur, auk fáeinna embættismanna
kvenna. Líf þessara kvenna var að sögn Gerðar eins og vistbun
83 Guðjón Friðriksson, „Konur á karlafundi", tilv. 2, bls. 59.
84 Hulda Á. Stefánsdóttir, Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur. Bernska, bls. 71. ,
85 „Gerður" er talin hafa verið Þórdís Eggertsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði- )
Vilborg Sigurðardóttir, „Um kvenréttindi á íslandi til 1915", bls. 22.