Saga - 1997, Page 90
88
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
vinnu, sjóróðra og tóvinnu innandyra - unnu konur hörðum hönd-
um bæði innandyra og utan gerðist þess þörf.88 Vinnufólk varð
áþreifanlega vart við kynjamisréttið því vinnukonur unnu lengri
vinnudag en vinnumenn og vinna þeirra var bæði utan dyra og
innan. Þær þurftu auk þess að þjónusta vinnumennina, þurrka,
þrífa og gera við fatnað þeirra. Laun vinnukvenna voru að jafnaði
þriðjungur af kaupi karla, í besta falli helmingur. I alþingissam-
þykkt frá 1720 var kveðið á um að ef konur ynnu karlmannsverk
fengju þær karlmannslaun en eftir því mun ekki hafa verið farið
þrátt fyrir að bændur teldu konur drýgra vinnuafl en karla.89 Ing-
unn Jónsdóttir segir frá því að fjármaður á æskuheimili hennar hafi
slegið þjónustu sína með blautum og forugum sokkum af því að
hún brást ekki nógu fljótt við skipunum hans. Ingunn segir að sér
hafi orðið þetta atvik minnisstætt „og var ég þó víst ekki þá farin
að hugsa neitt um jafnrétti karla og kvenna."90
Þessi sérstaka verkaskipting, sem gerði ráð fyrir því að konur
gengju í störf karla í forföllum þeirra - að minnsta kosti kvenna og
karla af alþýðustétt - án þess að fá sömu umbun og þeir, hefur ekki
síður skapað vettvang breytinga og umræðna um stöðu og réttindi
kvenna en rígbundin stétta- og verkaskipting annarra þjóða. Ég tel
því að hugmyndir um breytingar á stöðu kvenna hafi kviknað um
leið og innviðir gamla sveitasamfélagsins tóku að bresta. Þau höft
sem sett höfðu verið á alþýðu manna gáfu smám saman eftir og
bæði karlar og konur leituðu nýrra leiða í lífi og starfi. Konur vildu
fá umbun verka sinna, vera metnar að verðleikum fyrir þá vinnu
sem þær lögðu af mörkum í þjóðfélaginu og fá að njóta menntunar
til jafns á við karla og einnig þess félagslega og pólitíska frelsis sem
var í augsýn.
Þessi niðurstaða stangast að sumu leyti á við niðurstöður rann-
sókna Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðings. Það er ljóst
að rannsókn minni og Sigríðar Dúnu ber saman að því leyti að
uppspretta kvennabaráttunnar, leit kvenna að völdum og áhrifum,
er það sem hún kallar misgengi milli „grunngerðar og yfirborðs-
gerðar íslensks þjóðfélags í kjölfar örra félagslegra breytinga".91
88 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Þú hefðir átt að verða drengur í brók", bls.
100-111.
89 Guðmundur Jónsson, Vinnuhjú á 19. öld, bls. 28,30-33 og 48-52.
90 Ingunn Jónsdóttir, Gömul kynni, bls. 57.
91 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „Að gera til að verða", bls. 101.