Saga - 1997, Page 98
96
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
fyrrverandi starfsmenn konungsverslunarinnar, sem voru flestir
danskir og höfðu búið misjafnlega lengi á Islandi, yrðu kjarni versl-
unarstéttar þar, athafnasamir útgerðarmenn o.s.frv. Eðlilegt var
hins vegar að þessir menn kysu heldur að búa í heimalandi sínu,
ekki síst úr því að fríhöndlunarlögin ýttu beinlínis undir þá ráða-
breytni.3
Aðeins örfáir íslendingar höfðu aðstöðu til þátttöku í verslun lands-
ins í upphafi fríhöndlunar. En eins og eðlilegt var og reynslan sýndi
voru íslenskir kaupmenn miklu líklegri en danskir til að búa áfram
í landinu og leggja jafnframt stund á sjávarútveg.4 Dálitlar horfur
voru á því í fyrstu að íslenskum kaupmönnum færi smám saman
fjölgandi, þar eð einstöku útvegsbændur suðvestanlands tóku að
stunda verslun í félagi við lausakaupmenn, sem voru aðalkeppi-
nautar fyrrgreindra fastakaupmanna er fengið höfðu eignir kon-
ungsverslunarinnar með vægum lánskjörum.5
Það var einkum í tilefni af þessari samkeppni sem fastakaup-
menn tóku að kvarta sáran við hlutaðeigandi ráðamenn í Kaup-
mannahöfn, aðallega sölunefnd verslunareigna konungs sem var
skipuð ýmsum helstu mönnum landsnefndarinnar og átti að sjá
um að koma fríhöndluninni í framkvæmd.6 Töldu kaupmenn hér
vera um ólöglega samkeppni að ræða og öll tormerki á því að þeir
gætu staðið við skuldbindingar sínar við konung ef svo héldi áfram-7
Það varð til þess að stjórnin gaf út tvær tilskipanir árin 1792 (1-
júní) og 1793 (23. apríl).8 Þrengdu þær bæði kosti lausakaupmanna
og gerðu íslenskum mönnum og öðrum nýliðum stórum erfiðara
um vik að hefja verslun en gert var ráð fyrir í fríhöndlunarlög-
unum. Gagnstætt þeim var verslunarrekstur t.d. takmarkaður við
hina 25 gömlu verslunarstaði einokunarinnar og aðra er stjórnin
kynni eftirleiðis að löggilda sem kauptún. En þeim gömlu var bæði
mjög misskipt á landið og kaupendur konungsverslunareigna höfðu
þar víðast hvar lykilaðstöðu.9 Þá var það nú gert að skilyrði að
framvegis yrðu þeir, sem gerast vildu kaupmenn að setjast að eða
3 Sama rit, bls. 93-113,317-57.
4 Sama rit, bls. 99-100,356.
5 Sama rit, bls. 103-106,353-55.
6 Sama rit, bls. 317-19, 329-31 (um landsnefnd síðari og sölunefnd).
7 Sama rit, bls. 369-90.
8 Sama rit, bls. 391-99. - Lovsamling for Island VI, bls. 27-29,109-11.
9 Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 440-44.