Saga - 1997, Page 100
98
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
fyrirkomulag, að eigendur verslananna í landinu byggju flest allir í
Kaupmannahöfn.
Tilskipanirnar frá 1792 og 1793 áttu ennfremur verulega sök á
því, að flestir lausakaupmenn og nokkur verslunarfyrirtæki í Dan-
mörku, Noregi og hertogadæmunum, sem stofnað höfðu útibú á
íslandi, hættu skyndilega verslunarrekstri þar. Jafnframt verður þó
að hafa það í huga að kaupsýslumönnum í Danaveldi buðust ein-
mitt um sama leyti gróðavænleg atvinnutækifæri við alls konar
umboðsverslun og vöruflutninga vegna styrjalda þeirra, sem hóf-
ust 1792 og kenndar eru við frönsku stjórnarbyltinguna og síðan
Napóleon og stóðu linnulítið fram á 1815.12 Almennt ollu þær afar
miklum sviptingum og sveiflum í verslun og viðskiptum, sem náðu
að lokum einnig til íslensku verslunarinnar svo um munaði eins og
nánar verður vikið að.
Beinast lá hins vegar við að Islendingar kenndu þessum tilskip'
unum alfarið um þann skyndilega og mikla samdrátt, sem varð a
árunum 1793-95 í siglingum til landsins og olli stórversnandi versl-
unarkjörum frá því sem verið hafði. Þannig fór siglingin niður í 38
skip árið 1794 frá því að hafa t.d. verið 59 skip árið 1791. Var því
nærtækt að álykta að fastakaupmönnum væri að takast, með að-
stoð ákveðinna ráðamanna í sölunefnd og Rentukammeri, að na
því takmarki að verða einir um hituna í íslensku versluninni. Þvi
var það að Stefán Þórarinsson amtmaður í norður- og austuranrti
og Magnús Stephensen, þá lögmaður norðanlands og vestan og
settur landfógeti (síðar dómstjóri í Landsyfirrétti), höfðu frum-
kvæði að því, er fyrirmenn landsins hittust á Alþingi við Oxara
sumarið 1795, að íslendingar sneru sér beint til konungs með al-
mennri bænarskrá, undirritaðri af sýslumönnum og próföstum 1
landinu. I bænarskránni var það m.a. rökstutt af miklum tilfinm
ingahita að fríhöndlunin hefði snúist upp í hina verstu einokun
fastakaupmanna, sem flyttu allan hagnað af versluninni úr landi-
Voru þeir átaldir harðlega fyrir einokunarbrölt, óhagstæða og iHa
verslun og fyrir að vilja ekki búa á íslandi. Jafnframt var þó bent a
að bannið við beinni verslun milli þess og utanríkislanda væri ekki
aðeins landinu til tjóns heldur einnig kaupmönnum. Farið var
fram á fullt verslunarfrelsi við utanríkisþjóðir ásamt ýmsum bein'
um stuðningi við það að verslunin flyttist inn í landið, svo sem
12 Sama rit, bls. 414-17.